Fréttir

Nýnemar boðnir velkomnir í skólann

Í dag voru afhent verðlaun fyrir þátttöku í nýnemadeginum í síðustu viku. Í MTR er ekki busavígsla eins og í mörgum framhaldsskólum heldur eru nýnemar boðnir velkomnir með leikjum og grillveislu í hádeginu. Keppt var í ratleik og þurftu nýnemarnir að leysa ýmsar þrautir og taka myndir.
Lesa meira

Höfgar nauðir

Höfgar nauðir nefnist innsetningarverk sem Þorbjörg Signý Ágústsson, nemandi í MTR sýnir nú í Hellisgerði í Hafnarfirði. Verkið þróaði hún í myndlistaráfanga hjá Bergþóri Morthens síðasta vetur en í sumar vann hún á vegum skapandi starfa í Hafnarfirði að því að smíða og setja upp verkið.
Lesa meira

Gamli og nýi tíminn í ljósmyndun

Mikil áhersla er á skapandi starf í MTR. Bæði á það við um fjölbreytt og skapandi verkefnaskil í öllum námsgreinum en einnig á hinar hefðbundnu skapandi greinar eins og myndlist, tónlist og ljósmyndun. Hægt er að ljúka stúdentsprófi af listabraut með áherslu á fyrrnefndar greinar.
Lesa meira

Mötuneyti nemenda og starfsfólks

Skólahald í MTR fer vel af stað og er að komast í fastar skorður. Á mánudaginn byrjar mötuneytið í skólanum sem í vetur er í samstarfi við Höllina í Ólafsfirði. Matseðillinn fylgir að hluta til matseðlinum hjá Grunnskóla Fjallabyggðar.
Lesa meira

Fyrsti kennsludagur

Á morgun, miðvikudag hefst kennsla í Menntaskólanum á Tröllaskaga. Ekki verður formleg skólasetning heldur mæta nemendur í skólann samkvæmt stundaskrá. Skólinn býður upp á morgunhressingu og hádegismat fyrir nemendur fyrsta kennsludaginn.
Lesa meira

Vinnudagar í MTR

Í dag og á morgun eru svonefndir vinnudagar í Menntaskólanum á Tröllaskaga. Þá hittast allir kennarar skólans og ræða um kennsluna og stefnu skólans í ýmsum málum. Þá eru ýmis fræðsluerindi á vinnudögum og að þessu sinni ræðir Ingibjörg Þórðardóttir við starfsfólk um ofbeldi og kynferðisofbeldi með það að markmiði að fólk þekki einkenni ofbeldis og hvernig það getur birst í skólastarfinu. Einnig er rætt um endurmenntun þá sem kennarar hafa stundað í sumar. Í ljós kom að mörg höfðu þeirra hafa hugað að eigin heilsu og vellíðan og safnað kröftum eftir erfiðar annir í heimsfaraldri. Í ljós kom að þrátt fyrir að þrátt fyrir að skólastarfið hafi gengið nokkuð vel í MTR í faraldrinum hefur þessi nýja staða tekið á kennara og starfsfólk. Á komandi önn verður hugað sérstaklega að vellíðan kennara og verður fagfundum kennara varið í það starf. Á myndinni eru Margrét Laxdal, Brigitta Sigurðardóttir, Björk Pálmadóttir, Inga Eiríksdóttir og Guðrún Þorvaldsdóttir. Björk er í nærveru í miðjunni og sr. Bjarni Þorsteinsson fylgist glöggt með á málverki eftir Bergþór Morthens
Lesa meira

Fálkaorða

Í sumar bættist enn ein skrautfjöðurin í hatt Menntaskólans á Tröllaskaga þegar Lára Stefánsdóttir skólameistari var sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu. Fjórtán hlutu þennan heiður að þessu sinni en athöfnin fór fram á Bessastöðum á þjóðhátíðardaginn, 17. júní. Lára hlýtur riddarakross fyrir frumkvæði og nýsköpun á vettvangi framhaldsskóla. Auk þess að hafa stýrt MTR frá upphafi hefur hún um árabil unnið að innleiðingu upplýsingatækni í skóla á Íslandi og víða erlendis. Lára segist ekki síst eigna starfsfólki skólans fálkaorðuna þó hún hafi verið sú sem nælt hafi verið í á 17. júní. Skólinn hafi á að skipa öflugum kennurum og starfsfólki sem hafi í sameiningu þróað skólann í þá átt sem hann er nú, öflugur tæplega 500 nemenda framhaldsskóli þar sem fjarnám og upplýsingatækni eru í hávegum höfð. Við óskum skólameistaranum og starfsfólkinu öllu hjartanlega til hamingju.
Lesa meira

Komin til starfa

Nú erum við í Menntaskólanum á Tröllaskaga komin aftur til starfa eftir sumarleyfi. Sumarið hefur leikið við okkur hér á norðurslóðum og því má gera ráð fyrir að flestir komi glaðir og úthvíldir til starfa eftir sumarið. Verið er að ganga frá stundatöflum, fara yfir hverjir hafa greitt skólagjöld, afskrá þá sem ekki borguðu og taka inn nemendur af biðlistum ef pláss myndast. Kennarar eru byrjaðir að ræða saman upphaf annar, hugmyndir og viðfangsefni. Öll vonumst við til að skólastarf raskist sem minnst í vetur en allt kemur það í ljós og við tökumst á við þau verkefni sem upp koma með bros á vör.
Lesa meira

Sumarleyfi - innritun í fjarnám lokið

Sumarleyfi á skrifstofu skólans er frá 16. júní til 3. ágúst. Innritun í fjarnám er lokið fyrir haustönn og næst fer innritun fram fyrir vorönn 2022 og hefst hún í byrjun nóvember. Þökkum öllum fyrir frábært samstarf á skólaárinu og hlökkum til að hitta alla í haust.
Lesa meira

Innritun eldri nemenda að ljúka

Innritun eldri nemenda er að mestu lokið, í dag voru sendir út 464 greiðsluseðlar fyrir innritunargjöldum. Innritun nýnema úr grunnskóla fer fram eftir 10. júní. Enn opið fyrir umsóknir í örfá fög fög sem þurfa undanfara sem þarf að gæta að. Nemendur fá höfnun hafi þeir ekki tilskylda undanfara í áfanga. Upplýsingar um áfanga sem samþykktir hafa verið fyrir nemendur má sjá í Innu.
Lesa meira