01.02.2022
Í dag hlýddu nemendur á kynningu hjá Geðfræðslufélaginu Hugrúnu. Þar fengu þau m.a. fræðslu um þunglyndi og kvíða og voru hvött til að leita sér hjálpar ef eitthvað bjátar á.
Lesa meira
28.01.2022
Hlutfall almenns sorps frá skólanum hefur minnkað verulega síðustu ár. Í fyrra var það um fjórðungur af heildarþyngd sorpsins en 75% árið 2017. Þá hefur heildarmagn úrgangs sömuleiðis minnkað mikið undanfarin ár eða úr hálfu öðru tonni 2017 niður í 250 kg. í fyrra.
Lesa meira
20.01.2022
Íþróttafélagið Söruklúbburinn hefur hrundið af stað átaki hjá starfsfólki MTR sem miðar að því að standa upp frá tölvunni og gera æfingar og koma blóðinu á hreyfingu. Starfsfólk er dreift um allar trissur og sjaldnast í húsi öll í einu og því er hægt að taka þátt í fjarfundi.
Lesa meira
17.01.2022
Fjórir nemendur skólans sluppu ómeidd úr bílveltu á afleggjaranum að Hauganesi í morgun. Mikil hálka og hvassviðri var á staðnum. Bíllinn var á lítilli ferð og endaði á hvolfi utan vegar
Lesa meira
14.01.2022
Rafíþróttamenn MTR sigruðu alla sína leiki í fyrstu umferð Framhaldsskólaleikanna í rafíþróttum sem fram fór í gær. Keppt var í þremur tölvuleikjum; CS:GO, Rocket League og FIFA 22.
Lesa meira
13.01.2022
Lið MTR tryggði sér sæti í annarri umferð Gettu betur með 11-7 sigri á liði Menntaskóla Borgarfjarðar í gær. Liðið skipa Amalía Þórarinsdóttir, Hafsteinn Karlsson og Jón Grétar Guðjónsson. Liðsstjóri er Lárus Ingi Baldursson.
Lesa meira
11.01.2022
Kennsla fer vel af stað eftir jólafrí og lífið gengur að mestu sinn vanagang þrátt fyrir sóttvarnartakmarkanir. Þar ræður mestu hve fáir nemendur eru í dagskóla og rúmast innan samgöngutakmarkana.
Lesa meira
03.01.2022
Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 5. janúar. Sóttvarnarreglur heimila nokkuð eðlilegt skólahald en þó hefur verið hert á fjöldatakmörkunum.
Lesa meira
18.12.2021
Í dag brautskráðust 39 nemendur frá Menntaskólanum á Tröllaskaga. Þetta var 23. brautskráningarathöfnin frá stofnun skólans og hafa nú alls 427 nemendur lokið prófi frá skólanum.
Lesa meira
10.12.2021
Í dag, laugardaginn 11. desember verður opnuð sýning á verkum nemenda í skólanum. Sýningin verður í skólahúsinu frá kl. 13-16 en einnig á netinu. Á sýningunni er afrakstur vinnu nemenda frá haustönninni undir kjörorðunum frumkvæði, sköpun og áræði.
Lesa meira