Sitt lítið af hverju frá Elíasi Þorvalds

Lára Stefánsdóttir og Þórarinn Hannesson mynd GK
Lára Stefánsdóttir og Þórarinn Hannesson mynd GK

Elías Þorvaldsson tónlistarkennari á Siglufirði færði á dögunum skólanum góða gjöf, hefti sem hann kallar Sitt lítið af hverju og inniheldur frumsamin lög hans nótnasett með laglínum, textum og hljómum. Þetta eru lög sem hafa gagnast honum vel í kennslu síðustu áratugina, sérstaklega við kennslu yngra fólks, auk laga sem samin hafa verið við hin ýmsu tilefni. Lögin eru um 40 talsins og eru samin við ljóð og texta ýmissa skálda og textahöfunda. Heftinu fylgir minnislykill sem hefur að geyma hljóðskrár með mörgum laganna og allt efni heftisins sem pdf skjöl. Ýmsir söngvarar í Fjallabyggð sungu lögin inn á síðustu mánuðum. Skólinn þakkar Elíasi kærlega fyrir þessa góðu gjöf sem án efa mun nýtast í tónlistarkennslu á listabraut skólans.

Á myndinni má sjá menningarfulltrúa skólans, Þórarinn Hannesson, færa Láru Stefánsdóttur, skólameistara heftið góða fyrir hönd Elíasar.