Ronja fer í Söngkeppni framhaldsskólanna

Ronja Helgadóttir. 
Ljósm. GK.
Ronja Helgadóttir.
Ljósm. GK.

Ronja Helgadóttir sigraði undankeppni fyrir söngkeppni framhaldsskólanna sem haldin var í skólanum í gær. Hún verður því keppandi MTR í aðalkeppninni sem verður á Húsavík 3. apríl. Ástarpungarnir úr MTR sigruðu keppnina 2020 svo nú er spennandi að vita hvort Ronja endurheimtir sigurinn í ár.

Fjögur atriði kepptu í gær. Magnús Valdimar flutti frumsamið lag, Ólavía Steinunn söng lagið Say Something, Kristín Lára söng lagið Impossible og Ronja söng lagið Unfaithful eftir Rihönnu og sigraði eins og fyrr segir. Þá var óvænt skemmtiatriði þar sem Kristinn Gígjar var með uppistand og sagði sögur af sjálfum sér við mjög góðar undirtektir. Það var mikil stemning í skólanum og nemendur spiluðu og sungu áfram sér og öðrum til skemmtunar eftir keppnina.

Dómnefnd skipuðu Tryggvi Þorvaldsson, sem voru í sigurliðinu 2020, Lárus Ingi Baldursson varaformaður nemendafélagsins og kennararnir Lísebet Hauksdóttir, Guðbjörn Hólm og Þórarinn Hannesson sem öll eru tónlistarfólk.

Smellið hér til að skoða fleiri myndir frá undankeppninni.