02.11.2021
Það er gaman að fá gesti í heimsókn og í dag komu átján nemendur í VMA ásamt kennara sínum í heimsókn í skólann. Þetta voru nemendur í útivist og vörðu þau deginum við ýmsa íþróttaiðkun með nemendum MTR. Meðal annars var farið í feluskotbolta og ýmsa aðra leiki í íþróttahúsinu.
Lesa meira
01.11.2021
Innritun í fjarnám á vorönn hófst í morgun og verður opin fram í desember. 46 áfangar eru í boði á vorönninni en þeir lokast um leið og hámarks nemendafjöldi hefur verið skráður til náms. Þannig getur framboð áfanga minnkað hratt svo það borgar sig að hafa hraðar hendur.
Lesa meira
19.10.2021
Október er mánuður myndlistar og í dag kom Jónborg Sigurðardóttir - Jonna listakona í skólann til að kynna listina sína fyrir nemendum. Jonna vinnur í margvísleg efni en oftast er hún að endurnýta efni sem annars færu á haugana.
Lesa meira
14.10.2021
Nemendur í skapandi tónlist hafa æft með félögum sínum í London undanfarna daga en hópur frá skólanum er nú í námsferð í heimsborginni. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem okkar menn hafa unnið með þessu fólki því um hríð hefur verið samvinna gegnum netið við nemendur í London College of Music, tónlistardeildinni innan University of West London.
Lesa meira
13.10.2021
Nú stendur yfir miðannarvika í skólanum og þá fellur hefðbundin kennsla niður en nemendur fást við ný og fjölbreytt verkefni og njóta leiðsagnar nýrra kennara. Kennarar skólans sinna hinsvegar námsmati í vikunni.
Lesa meira
11.10.2021
Þrettán manna hópur frá MTR er nú í námsferð í Lundúnum. Þetta eru ellefu nemendur og tveir kennarar sem munu dvelja í heimsborginni fram að helgi við leik og störf. Allt er þetta tónlistarfólk og markmið ferðarinnar er að kynnast tónlistarlífinu í borginni og spila á tónleikum með tónlistarnemum í London.
Lesa meira
07.10.2021
Sigríður Ásta Hauksdóttir, náms - og starfsráðgjafi og Guðrún Þorvaldsdóttir iðjuþjálfi halda utan um Nemendaþjónustu MTR þetta skólaár, en samhliða er starfandi stoðþjónustuteymi við skólann. Hlutverk teymisins er m.a. að finna leiðir til að mæta námslegum styrkleikum, vera kennurum til ráðgjafar um kennslu, samstarf við grunnskóla.
Lesa meira
06.10.2021
Forvarnardagurinn var haldinn í Menntaskólanum á Tröllaskaga í dag. Dagurinn er haldinn í skólum landsins á hverju hausti og þá er sjónum sérstaklega beint að ungmennum í 9. bekk og á fyrsta ári í framhaldsskóla, þema dagsins var andleg líðan ungmenna.
Lesa meira
01.10.2021
Árlegt árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélags Íslands, Bleika slaufan, undir slagorðinu „VERUM TIL“ hefst í dag.
Af þessu tilefni lagði fánastjóri skólans það til að keyptur yrði bleikur fáni og honum flaggað allan október til stuðnings verkefninu. Var það samþykkt með mikilli ánægju og var fáninn dreginn að hún í dag.
Við erum fánastjóra skólans þakklát fyrir þessa góðu ábendingu og að við getum tekið þátt og leggja áherslu á að vera til. Lifum lífinu og verum til staðar þegar kona greinist með krabbamein og tilveran breytist snögglega.
Lesa meira
30.09.2021
Í dag er síðasti dagur Tallin ferðar fimm nemenda skólans. Dagurinn byrjaði á gönguferð í Lahemaa þjóðgarðinum og nú er vinna við gerð heimildarmyndar um ferðina. Áður en lagt var af stað i þjóðgarðinn var sunginn afmælissöngur fyrir Hrannar Breka en hann varð 19 ára í dag. Við óskum honum til hamingju með daginn.
Lesa meira