Líf og fjör í Lettlandi

Bogveiðimenn í Lettland
Bogveiðimenn í Lettland

Fimm drengir úr skólanum eru nú í námsferð í Lettlandi og vinna þar með félögum sínum frá Eistlandi og heimafólki i Ventspils. 

Meðal þess sem á dagana hefur drifið eru jafn ólíkir hlutir og þjóðdansar, bogaskytterí, vefnaður og skoðunarferð í yfirgefna herstöð frá Sovét tímanum.

Verkefnið sem ferðin snýst um kallast DRIL og er styrkt af Nordplus Junior. Það fjallar um menningu og sögu landanna og að vinna saman með margvislegum verkfærum á netinu. 

Á morgun er síðasti dagur ferðarinnar og á miðvikudag halda strákarnir heimleiðis ásamt kennara sínum. 

Myndasafn frá ferðinni