Menningarferð til Akureyrar

Hlynur Hallsson safnsstjóri Listasafnsins fræðir nemendur um sýningu Egils Loga Jónassonar. Ljósm. S…
Hlynur Hallsson safnsstjóri Listasafnsins fræðir nemendur um sýningu Egils Loga Jónassonar. Ljósm. SMH.

Mikil áhersla er á listir og skapandi greinar í MTR og hægt er að útskrifast af myndlistar-, ljósmynda- og tónlistarsviði listabrautar. Mikilvægur þáttur listnáms er að kynnast því sem er efst á baugi í listunum hverju sinni og í vikunni fóru nemendur af listabraut í menningarferð til Akureyrar.

Í ferðinni var menningarhúsið Hof heimsótt og þaðan lá leiðin í Listasafnið á Akureyri þar sem Hlynur Hallsson safnstjóri fræddi nemendur um þær sex sýningar sem standa yfir á safninu. Þaðan lá leiðin í Mjólkurbúðina þar sem samsýning félaga í Myndlistarfélaginu stóð yfir. Þar næst var kíkt í Kaktus þar sem eru vinnustofur nokkurra listamanna, m.a. Karólínu Baldvinsdóttur listakennara skólans. Að lokum var komið við í Sigurhæðum, húsi Matthíasar Jochumssonar þar sem eru sýningar og vinnustofur listamanna og rithöfunda.

Fleiri myndir úr ferðinni hér.