Nærverur í námi

Ljósmynd GK.
Ljósmynd GK.

Í síðustu viku var hópur fólks í skólanum vegna TRinE verkefnisins sem MTR tekur þátt í. TRinE stendur fyrir Telepresence Robots in Education eða notkun nærvera í kennslu og námi. Í vikunni fræddust þátttakendur um notkun nærveranna í MTR og Háskólanum á Akureyri og kynntust að eigin raun hvernig þær eru notaðar í skólastarfinu. Kennarar beggja skólanna sögðu frá hvernig þau nota nærverurnar en þær hafa verið notaðar í nokkur ár. Einnig smíðuðu þátttakendur nærveru og forrituðu iðntölvu sem stjórnaði henni.

TRinE verkefnið er er styrkt af Erasmus+ og er samstarf nokkurra háskóla og tæknifyrirtækja í Þýskalandi, Austurríki, Möltu, Grikklandi og Íslandi.

Smellið hér til að skoða myndir af nærverusmíðinni.