Hnefaleikar listakennarans

Kennarar skólans eru fjölbreyttur hópur með margvísilega þekkingu og kunnáttu aðra en því sem snýr að sjálfri kennslunni. Einn þeirra er Bergþór Morthens myndlistarkennari sem hefur æft hnefaleika um árabil. Í gær tók hann boxhanskana með í skólann og kenndi nemendunum undirstöðuatriðin í boxi. Nemendur sýndu boxinu mikinn áhuga eins og sjá má á þessum myndum sem Gísli Kristinsson tók í skólanum í gær.