Skólastjórnendur í Grundarfirði

Mynd LS - samsett mynd
Mynd LS - samsett mynd

Lára Stefánsdóttir skólameistari og Jóna Vilhelmína Héðinsdóttir aðstoðarskólameistari fóru á samstarfsfund Skólameistarafélags Íslands í Grundarfirði í vikunni. Fundurinn var haldinn í Fjölbrautaskóla Snæfellinga og komu þar saman stjórnendur af öllu landinu.

Á fundinum var rætt um stöðu framhaldsskólanna, ýmis úrlausnaefni stjórnenda og horft til framtíðar. Stjórnendum okkar fannst gaman að koma á Snæfellsnesið og skoða Fjölbrautaskóla Snæfellinga sem er einstaklega falleg og vel skipulögð skólabygging og skólastarfið spennandi.