08.01.2019
Skráðir nemendur í MTR eru 383 í dag. Meirihluti er fjarnemar en mjög stór hluti þeirra er skráður með MTR sem aðalskóla. Samtals á þetta við um 336 nemendur. Þeir munu í fyllingu tímans útskrifast frá skólanum ef áform ganga eftir. Langflestir áfangar eru fullir og því miður hefur þurft að vísa frá allmörgum einstaklingum sem óskað hafa eftir að stunda nám við skólann.
Lesa meira
21.12.2018
Skráningu í fjarnám á vorönn 2019 er lokið.
Lesa meira
21.12.2018
Tuttugu og einn nemandi brautskráðist frá Menntaskólanum á Tröllaskaga í dag. Þetta er sautjánda brautskráningin frá skólanum og hafa 244 brautskráðst frá upphafi. Útskriftarnemar eru frá ellefu stöðum á landinu, fjórtán þeirra eru fjarnemar og voru fimm þeirra viðstaddir brautskráningarathöfnina. Nemendur á haustönninni voru um 330 og þar af um 230 skráðir í fjarnám, sem er svipaður fjöldi og síðustu annir. Meira en helmingur fjarnema býr á
Lesa meira
15.12.2018
Sýning í lok haustannar var venju fremur lífleg og skemmtileg að þessu sinni. Auk verka úr myndlistar- og ljósmyndaáföngum voru verk úr íslensku, sögu, ensku og heimspeki áberandi. Sigurður Mar sýndi gestum virkni þrívíddarprentara og laserskera í myndlistarstofunni og á stóru tjaldi í salnum rann vídeóverkið Eyjahaf eftir Kötlu Gunnarsdóttir. Hún gerði verkið á eynni Lesbos þar sem hún var við hjálparstörf á haustönninni. Þá sýndi Anne-Flore Marxer kvikmynd sína „a land shaped by women“ sem að hluta var tekin í Fjallabyggð. Rætt er við ungar stúlkur úr byggðarlaginu í myndinni. Gestum á sýningunni þótti myndin mjög áhugaverð og einnig að geta rætt við höfundinn um efni og gerð myndarinnar.
Þrjú stór lokaverkefni voru á sýningunni. Hólmfríður Vídalín Arngrímsdóttir sýndi stór abstraktverk, Sigrún Kristjánsdóttir sýndi listrænar ljósmyndir og Telma Ýr Róbertsdóttir litrík málverk. Almennt má segja að óhlutbundin verk hafi verið áberandi úr myndlistaráföngum og inngangi að listum. Nemendur úr goðafræðiáfanga í íslensku sýndu fjölmörg verk þar sem æsir komu við sögu, Ratatorskur og Fenrisúlfur sem orðinn var að laxi að éta sólina. Nemendur í frumkvöðlafræði sýndu meðal annars matreiðslubók, ljósmyndabók og ýmislegt skraut. Nemandi í ensku sýndi leik sem hægt er að keppa í og geta nokkrir ást við.
Nemendur og starfsmenn MTR þakka gestum fyrir komuna.
Lesa meira
14.12.2018
Sýning á verkum nemenda MTR á haustönninni verður haldin í skólanum á laugardag 15. desember kl. 13:00 – 16:00. Á sýningunni verða málverk, listrænar ljósmyndir og margvísleg verkefni úr áföngum á borð við fagurfræði, íslensku, frumkvöðlafræði, stærðfræði í listum og skapandi listir með þjóðfræðilegu ívafi. Til dæmis er barnabók á sýningunni, einnig tröllkarlar úr mismunandi efnum og ljóð og lög um tröll. Meðal verkefna úr frumkvöðlafræði eru matreiðslubók, hundabeisli og dýrabæli úr endurunnum dekkjum. Í þeim áfanga hafa nokkrir nemendur hannað og skipulagt ferðir eða aðra afþreyingu sem þeir kynna á sýningunni. Nemendur verða á staðnum tilbúnir að ræða um verk sín við gesti.
Lesa meira
13.12.2018
Ljóðahátíðin Haustglæður hefur farið fram í Fjallabyggð undanfarin 12 ár. Sérkenni hátíðarinnar er hve virkan þátt börn og ungmenni taka þátt í henni. Fastur liður í hátíðinni er ljóðasamkeppni milli nemenda í 8. – 10. bekk Grunnskóla Fjallabyggðar. Hefur sá háttur verið hafður á undanfarin ár að þátttakendur nota listaverk sem kveikjur að ljóðum.
Í MTR er jafnan mikið af listaverkum á veggjum og í fyrra óskuðu skipuleggjendur hátíðarinnar, Umf Glói og Ljóðasetur Íslands, eftir samstarfi við skólann sem felur í sér að þessi liður hennar fari fram þar. Var því vel tekið og tókst vel til í fyrra. Á dögunum heimsóttu nemendur skólann í annað sinn í þessum tilgangi. Til að veita nemendum innblástur var sett upp sýning listaverka eftir listafólk úr Fjallabyggð. Þar áttu verk fjórir einstaklingar sem útnefndir hafa verið bæjarlistamenn Fjallabyggðar: Berþór Morthens, Guðrún Þórisdóttir, Arnfinna Björnsdóttir og nýjasti bæjarlistamaðurinn Hólmfríður Vídalín Arngrímsdóttir og auk þeirra Kristinn G. Jóhannsson og Kolbrún Símonardóttir. En Kolbrún var listamaður nóvembermánaðar í skólanum og þar voru til sýnis glæsileg veggteppi úr hennar smiðju.
Kveikjurnar virkuðu vel og fjöldi góðra ljóða varð til hjá nemendum. Dómnefndar bíður nú það erfiða, en skemmtilega verkefni, að velja þau fjögur ljóð s
Lesa meira
12.12.2018
Í lok hverrar annar hafa nemendur og kennarar skapað þá hefð að keppa í þeirri íþróttagrein sem er kennd hverju sinni. Í þetta sinn var það badminton og tuttugu nemendur skráðu sig til leiks. Keppt var í einliðaleik og tvíliðaleik og fengu aðrir samnemendur frí til þess að koma og hvetja. Staðan er nokkuð jöfn á milli kennara og nemenda að loknum fjórum önnum. En kennarar verða þó að herða sig því nemendur eru komnir með forskot hvað þátttökuna varðar.
Lesa meira
12.12.2018
Bútasaumsverk Kolbrúnar Símonardóttur hafa undanfarnar vikur skreytt skólann og glatt nemendur og starfsmenn. Einnig voru verkin kveikja að ljóðagerð nemenda efstu bekkja Grunnskóla Fjallabyggðar í heimsókn þeirra til okkar fyrr í vikunni.
Bútasaumur er ævafornt form af saumi sem spratt frá nauðsyn þess að nýta búta og endurnota efni til þess að mynda stærri fleti í fatnað, ábreiður, tjöld, segl og fleira. Kolbrún hefur saumað fjölda verka úr efnisbútum, t.d. rúmteppi, barnateppi, dúka, gardínur og veggteppi. Hún hannar þessi verk sjálf, raðar saman litum af miklu listfengi og segir sögur af lífinu og tilverunni í gegnum bútasauminn.
Bútasaumsverk Kolbrúnar hafa verið á sýningum hérlendis sem erlendis t.d. á Norðurlöndunum, í Bretlandi og Kanada. Kolbrún er fædd í Fljótunum en fluttist ung til Siglufjarðar. Hún hefur teiknað, málað, saumað, skorið út í við, unnið gler, tekið ljósmyndir og ritað ljóð. Þegar hún varð fimmtug fór hún að fást við bútasaum og hefur sinnt þeirri listgrein síðan. Kolbrún er mikið náttúrubarn og hefur alla tíð heillast af litum náttúrunnar og notað þá í öllum listgreinum sem hún fæst við. Kolbrún jurtalitar einnig íslenska ull og nær þar fram ýmsum töfrandi litum. Hún rekur Gallerí Imbu á Siglufirði þar sem hún sýnir og selur handverk sitt og hönnun.
Lesa meira
11.12.2018
Tryggvi Hrólfsson kennari í ensku og sögu var klæddur í sérstaka búninga og málaður í morgun. Það gerðu nemendur og var athöfnin verðlaun fyrir virkni á önninni. Önnur uppáfærslan verður hluti af lokaverkefni þriggja nemenda í sögu á sýningu á verkum nemenda á laugardag. Viðfangsefnið er tíska og förðun kvenna á tuttugustu öld. Fyrirmyndin að hinu gervinu er sótt til leikritsins Ávaxtakörfunnar.
Verðlaunin sem að framan er lýst eru umbun nemenda og hvíla á aðferð leikjavæðingar í kennslu og námi. Leikjavæðing gengur út á að nota aðferðir úr leikjum til að auka virkni nemenda.
Lesa meira