Sirkuslistir í miðannarviku

Hópur nemenda reyndi alveg nýja hluti í miðannarvikunni, bætti hreyfifærni sína og jók þolinmæði. Unnur María Máney kynnti þeim heim sirkuslistanna og nemendur æfðu meðal annars sviðsframkomu og atriðagerð í samstarfi við hópinn sem var í tónlistarbúðum hjá Katrínu Ýr. Á námskeiðinu var lögð áhersla á grunnþætti í djöggli, fyrst notuðu nemendur slæður en síðan bolta og hringi. Nemendur prófuðu líka að nota blómaprik, jafnvægisfjaðrir, veltibretti og kínverska snúningsdiska. Þeir lærðu líka grunnþætti sirkusfimleika og prófuðu loftfimleika í silki. Myndir