Tyrknesk temenning

Tyrkneskt te mynd GK
Tyrkneskt te mynd GK

Í undirbúningi er að nokkrir nemendur og tveir kennarar leggi loft undir væng og bregði sér til Istanbúl, fjölmennustu borgar Tyrklands. Tilefnið er boð Ömer Cam drengjamenntaskólans í Asíuhluta borgarinnar. Sigurður Mar, listgreinakennari hefur kynnt sér allar aðstæður á þessum slóðum og mun fylgja nemendum til Istanbúl ásamt Karólínu Baldvinsdóttur, list- og raungreinakennara. Í morgun kynntu þau samstarfsfólki sínu tyrkneska tedrykkjusiði í morgunkaffinu. Skólastjórinn í Ömer Cam leysti Sigurð Mar út með tesetti og öðrum búnaði til tedrykku er þeir kvöddust á dögunum. Tyrkneski skólin er í glænýju húsi og aðbúnaður þar allur hinn besti. Nemendur eru um 320, þar af um 280 á heimavist.