Vetrarútilega

Útilega
Útilega

Hópur nemenda í áföngum um útivist í snjó og vetarfjallamennsku lá úti í Héðinsfirði um síðustu helgi. Í þessum hluta af náminu er tekist á við ýmsar áskoranir. Að þessu sinni varð hópurinn frá að hverfa í fyrstu tilraun vegna óveðurs. Allir voru komnir á upphafspunkt í Héðinsfirði þegar skall á stórhríð og ekki var annað að gera en fara heim. Daginn eftir var komið besta veður og var lagt af stað síðdegis. Gengið var í tvær og hálfa klukkustund niður að Vík með búnað á bakinu. Þar var tjaldað, kveiktur varðeldur, eldað og ýmis verkefni leyst. Nokkurt frost var um nóttina en hlýnaði með morgninum. Sumum var kalt en engum varð meint af og komu allir glaðir og heilir heim um miðan dag á sunnudag. Fjórum amerískum görpum á fjallaskíðum sem hópurinn hitti á heimleiðinni, þótti þetta áhugavert nám við einstakar aðstæður. Kennarar með hópnum voru Gestur Hansson og Kristín Guðmundsdóttir. Myndir