Viðfangsefni á næstu önn

Nemendur þurfa sem allra fyrst, og ekki síðar en á þriðjudag, að skrá sig í áfanga á næstu önn. Mikilvægt er að skipuleggja námið í samræmi við þá framvindu sem hver og einn stefnir að.  Meðal þess sem hægt er að velja eru áfangar um skapandi hugsun, sirkuslistir og afreksíþróttaþjálfun. Þá er í boði áfangi sem heitir „Náðu tökum á náminu“ og annar sem ber titilinn „Vertu leiðtoginn í þínu lífi“. Í íslensku er, auk hefðbundinna áfanga, hægt að kynna sér þróun glæpasagnaritunar innanlands og utan. Hægt er að leggja stund á skapandi ljósmyndun og prentun en líka næringarfræði, geðrækt, fjármálalæsi og margt fleira. Þá er hægt að skrá sig í námsferð til Istanbul í vikunni fyrir páska.