Skóli á grænni grein

Ósk Kristinsdóttir, Sigurlaug Arnardóttir og Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir frá Landvernd ásamt Karólín…
Ósk Kristinsdóttir, Sigurlaug Arnardóttir og Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir frá Landvernd ásamt Karólínu Baldvinsdóttur, Idu Semey og Unni Hafstað sem skipa umhverfisnefnd MTR og hafa leitt vinnu við heimsmarkmið og umhverfismál innan skólans. Ljósm. GK

MTR fékk nýverið afhentan sinn annan grænfána en skólinn hefur verið grænfánaskóli síðan í september 2020. Grænfánaverkefnið alþjóðlegt umhverfismenntarverkefni sem á Íslandi er rekið af Landvernd. Það snýst um að auka umhverfisvitund með menntun og verkefnum innan kennslustofu og utan.

Undanfarin ár hefur áherslan í skólanum verið á neyslu og úrgang og í fyrstu var starfandi umhverfisnefnd sem var valáfangi í skólanum. Síðar á tímabilinu voru málefni tengd neyslu og úrgangi samþætt hinum ýmsu námsgreinum og þannig var fjallað um þau á víðari grunni en með starfi umhverfisnefndar. Grænfáninn nú er veittur fyrir þessa vinnu.

Næstu tvö skólaár verður unnið að tveimur þemum samtímis í skólanum. Annars vegar hnattrænu réttlæti sem beinir sjónum að hve tækifæri og staða fólks er misjöfn, eftir því í hvaða landi það fæðist og hvernig lífsstíll okkar hefur áhrif á líf fólks annars staðar í heiminum. Hins vegar lýðheilsu en að því er skólinn einnig að vinna sem heilsueflandi framhaldsskóli. Bæði þessi málefni tengjast einnig heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna sem skólinn vinnur með og samþættir fjölmörgum námsgreinum skólans. Það er því von á fleiri grænfánum í framtíðinni.