Fréttir

Hreyfing og menningarlæsi

Hópur í námsferð í Alicante á Spáni nýtur sólar og tuttugu og fimm stiga hita í dag. Hjólaferð er á dagskránni. Í gær lærðu nemendur meðal annars að rata og lesa kort, að vera ekki með múður við öryggisverði og klæða sig áður en farið er í sporvagn eða á veitingahús.
Lesa meira

Útilega í Héðinsfirði

Nemendur í áföngunum útivist og fjallamennsku fengu þá þraut að ganga að Vík í Héðinsfirði og gista þar í tjaldi yfir nótt. Þau voru búin að undirbúa sig með því að tjalda á skólalóðinni og voru skotfljót að því á áfangastað. Veðrið var hagstætt í þetta sinn - sól allan tímann.
Lesa meira

Menning í höfuðstaðnum

Tolli, Sara Oskarsson og Hildur Bjarnadóttir voru meðal listamanna sem nemendur í áföngunum MYNL2GM og MYNL3FM hittu í lista-og menningarferð til Reykjavíkur. Starfandi listamenn voru heimsóttir á vinnustofur sínar og helstu söfnin skoðuð. Ferðin var fábær og lifir með nemendum og kennara.
Lesa meira

Gist á fjöllum

Nemendur sem stunda nám útivist gengu að fjallaskálanum Mosa í vikunni en það er skáli sem er efst á Reykjaheiði á milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar. Nemendur fóru í tveimur hópum og voru leiðsögumenn Gestur Hansson og Patrekur Þórarinsson.
Lesa meira

Nýnemadagur

Nemendafélagið skipulagði sérstaka dagskrá fyrir helgina þar sem markmiðið var að nýnemar kynntust eldri nemum og gagnkvæmt. Félagið bauð upp á pizzu í hádeginu og síðan var farið í ýmsa leiki. Skipt var í tvö lið og keppt í sparkó og fótbolta á sparkvellinum.
Lesa meira

Jarðfræði með Jónasi

Mývatnssveit er fágætlega fjölbreytt kennslustofa í jarðfræði. Hópur nema í jarðfræðiáfanga notaði sér það fyrir helgina. Nemendur skoðuðu Dimmuborgir og kynntust því hvernig þær urðu til en litu líka á leirhveri á Hverarönd og í Leirhnjúki. Misgömul hraun voru líka skoðuð, Grjótagjá og gamli bærinn á Grænavatni.
Lesa meira

Nám í fisktækni

Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar, Fisktækniskóli Íslands og MTR hafa sameinast um að bjóða upp á kennslu í fisktækni. Um þrjátíu nemendur eru að hefja námið þessa dagana. Kennslan fer fram á Dalvík en nemendurnir bætast í nemendahóp MTR. Þrír kennarar í jafn mörgum áföngum bætast í kennarahóp skólans. MTR ber ábyrgð á náminu.
Lesa meira

Byrjað að grafa

Stóreflis beltagrafa var flutt á lóð skólans í dag og umsvifalaust hófst gröftur fyrir viðbyggingu. Verkið var boðið út og samdi Fjallabyggð við BB byggingar sem áttu lægsta boð, liðlega hundrað og tíu milljónir króna. Aðeins eru tíu dagar síðan Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra tók fyrstu skóflustungu að byggingunni.
Lesa meira

Synt yfir Ólafsfjörð

Nemendur í áfanganum hreysti og menning hafa undanfarna viku gengið í hús og safnað áheitum vegna sjósunds, sem synt var á laugardaginn. Tilgangurinn var að afla fjár til Alicanteferðar í október. Hópurinn synti yfir Ólafsfjörð - frá bryggjunni á Kleifum og inn í Ólafsfjarðarhöfn. Vegalengdin er rúmlega 1.8 km og gekk sundið einstaklega vel.
Lesa meira

Stækkun skólahússins

Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra tók í dag fyrstu skóflustungu að viðbyggingu við skólann. Áætlað er að byggingin verði tilbúin í ágúst á næsta ári og mun hún bæta stórlega alla aðstöðu nemenda. Byggingin verður rúmlega 200 m2 og þar verður matar-, félags, og fundaraðstaða.
Lesa meira