Fréttir

Ráðstefna í Rúmeníu

Kennarar MTR létu til sín taka á ráðstefnu Evrópskra samtaka um upplýsingatækni í skólastarfi (EcoMediaEurope) í Iasi í Rúmeníu í síðustu viku. Sex kennarar kynntu starf sitt og aðferðir fyrir kennurum frá fjölmörgum ríkjum.
Lesa meira

Sjósund í síðasta tímanum

Nemendur í lýðheisluáfanga luku önninni með glæsibrag. Þeir gerðu sér lítið fyrir og skelltu sér í sjósund í fjörunni í Ólafsfirði í hádeginu. Lofthiti var aðeins -2°C.
Lesa meira

Frumkvöðlaverðlaun Láru

Evrópsk samtök um upplýsingatækni í skólastarfi(EcoMediaEurope) hafa veitt Láru Stefánsdóttur, skólameistara MTR sérstaka viðurkenningu fyrir frumkvöðlastarf á þessu sviði.
Lesa meira

Frábært hjá Tinnu

Tinna Óðinsdóttir, fjarnemi við MTR, keppti á heimsbikarmótinu í áhaldafimleikum sem haldið var í Þýskalandi um nýliðna helgi. Tinnu gekk mjög vel, hún komst í úrslit í gólfæfingum og endaði í sjötta sæti. Hún stefnir að því að ljúka stúdentsprófi af íþróttabraut í MTR um jólin og læra síðan sjúkraþjálfun við háskólann í Árósum í Danmörku.
Lesa meira

Vertu næs!

Innflytjendur hér á landi upplifa stundum fordóma og líka andstæðar væntingar heimamanna. Skilaboðin séu að þeir eigi að læra íslensku og tala hana en svo þegar þeir fari að æfa sig í daglegu lífi nenni ekki allir að hlusta og bíða eftir að þeir finni réttu orðin. Þetta kom fram hjá Aleksöndru Chilipala og Juan Camilo sem heimsóttu MTR í morgun og töluðu um væntingar fólks frá öðrum löndum sem vill búa á Íslandi. Bæði eru nýir Íslendingar og sérfræðingar í fjölmenningu.
Lesa meira

Fjarnám í heilbrigðisgreinum

Fjarmenntaskólinn og Fjölbrautaskólinn við Ármúla hafa samið um fjarnám í heilbrigðisgreinum. Stefnt er að því að bjóða fjarnám í læknaritaranámi, heilbrigðisritaranámi, tanntæknanámi, lyfjatækninámi og sjúkraliðanámi. Það eru bóklegir áfangar sem verða boðnir í fjarnámi en verklegir áfangar verða kenndir í lotum þar sem því verður við komið.
Lesa meira

Veðurhamur og viðbrögð

Nemendur eru beðnir um að meta aðstæður áður en þeir leggja af stað í skóla og hafa samráð við forráðamenn séu þeir undir lögaldri. Skólaakstur frá Dalvík og Siglufirði er ákvarðaður af bifreiðastjórum sem sem bera ábyrgð á akstrinum. Strætó frá Akureyri tekur sínar ákvarðanir. Aki þeir ekki er það tilkynnt á síðu skólans þegar við fáum þær fregnir. Sé talið að veður hamli för eða sé áhættusamt, en skólabifreiðar og Strætó keyra, eru nemendur beðnir að tilkynna það á skrifstofu skólans. Nemendur stunda námið heima þá daga sem ferðaveður er ekki og hafa samband við kennara í Moodle, eða með öðrum hefðbundnum samskiptaaðferðum, gerist þess þörf. Engum skilafrestum er breytt.
Lesa meira

Sköpunartilraunir

Í áfanganum Inngangur að listum er markmiðið að opna fyrir sköpunarkraft nemenda og gera þá óhrædda við að prófa, framkvæma og þróa hugmyndir sínar án þess að hræðast útkomuna. Nemendur skoðuðu í morgun og prófuðu hugbúnað og tæki sem notað er til að hanna og framleiða vörur og listmuni með geislaskurði.
Lesa meira

Haukur í ungmennráð Menntamálastofnunar

Haukur Orri Kristjánsson, nemandi á félags- og hugvísindabraut í MTR hefur tekið sæti í nýstofnuðu ungmennaráði Menntamálastofnunar. Í ungmennaráði stofnunarinnar situr fólk á aldrinum 14-18 ára í samræmi við þann vilja hennar að taka tillit til skoðana ungs fólks og gera það að þátttakendum í ákvörðunum stofnunarinnar.
Lesa meira

Ungmennaráð í heimsókn

UN Women vinna að jafnrétti, mannréttindum kvenna og efnahagslegri og pólitískri valdeflingu þeirra en gegn ofbeldi. Kristjana Björk Barðdal, Unnur Lárusdóttir og Alexandra Van Erven, allar í stjórn Ungmennaráðs UN Women heimsóttu skólann fyrir helgi og kynntu þetta mikilvæga starf.
Lesa meira