27.04.2016
Menntamálaráðherra, Illugi Gunnarsson, átti þann 25. apríl fund með samstarfsnefnd framhaldsskóla á norðaustursvæði, sem í sitja skólameistarar framhaldsskólanna. Tilgangur fundarins var að fara yfir stöðu þeirra verkefna sem tilgreind eru í samstarfssamningi og skýrslu um framtíð framhaldsskólastarfs á svæðinu
Lesa meira
26.04.2016
Menntaskólinn á Tröllaskaga hefur fengið Erasmus+ styrk til að efla og þróa færni í notkun upplýsingatækni í skólastarfi. Upphæðin er jafnvirði liðlega þriggja milljóna króna og á að duga fyrir ferð tugs starfsmanna á ráðstefnu í Rúmeníu í haust. Umsókn skólans fékk 78 stig af 100 mögulegum hjá óháðri úthlutunarnefnd Erasmusáætlunarinnar.
Lesa meira
20.04.2016
Nemendur Lísebetar Hauksdóttur í útivist nutu fræðslu um fyrirtækið Viking Heliskiing Iceland og fóru í þyrluferð. Hópurinn fékk að vinna með snjóflóðaílur sem nemendur þekktu úr fyrra námi, snjóflóðabakpoka, snjóflóðastöng og skóflu. Starfsmennirnir skiptu okkur í hópa og svo var farið í leit að öðrum ílum á nærsvæðinu með leiðbeinendum frá fyrirtækinu.
Lesa meira
19.04.2016
Nemendur starfsbrautar brugðu sér suður á Reykjanes fyrir helgina og tóku þátt í hinni árlegu Hæfileikakeppni starfsbrauta framhaldsskólanna, sem að þessu sinni fór fram í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Framlag starfsbrautarinnar var stuttmynd sem nemendur höfðu tekið upp, klippt og gert algjörlega eftir sínu höfði auk þess að vera að sjálfsögðu aðalsöguhetjurnar. Myndinni er ætlað að gefa sýn inn í hið fjölbreytta starf sem unnið er á starfsbrautinni og þótti takast vel þrátt fyrir knöpp tímamörk, en hvert atriði í keppninni mátti ekki taka meira en um þrjár mínútur.
Lesa meira
15.04.2016
Landslag í Mývatnssveit, ekki síst tökustaðurinn hjá Fast 8, vakti mesta athygli dönsku gestanna úr Fjordvang ungdomsskole, í ferð til Mývatns á miðvikudag. Hópurinn gekk um Skútustaðagíga og Dimmuborgir, heimsótti Fuglasafn Sigurgeirs, Hverarönd og Jarðböðin. Einhverjir í hópnum eru að læra um fugla sem þátt í að öðlast skotvopnaleyfi og voru þeir áhugasamir að skoða safnið.
Lesa meira
15.04.2016
Söngkeppni framhaldsskólanna á Norður- og Austurlandi fer fram á Akureyri á morgun. Ólöf Rún, Marín Líf og Sólrún Anna tóku létta æfingu í anddyri skólans fyrir söngkeppnina í vinnutíma í morgun. Þær ætla að flytja blöndu af lögunum Love yourself með Justin Bieber og Photograph með Ed Sheeran.
Lesa meira
13.04.2016
Nemendur frá Danmörku úr Fjordvang Ungdomsskole heimsóttu okkur á sunnudag og verða hér fram á fimmtudag. Skólinn er samstarfsskóli sem hópur MTR-nema heimsótti á haustönninni. Gestirnir gista heima hjá okkar krökkum, það er skemmtileg áskorun fyrir alla og hefur gengið vel. Danirnir eru agndofa yfir landslaginu á Íslandi og þá sérstaklega fjöllunum sem umlykja okkur á Tröllaskaga.
Lesa meira
08.04.2016
Í stjórnmálafræði voru tveir nemendur með kynningar í morgun og fjölluðu báðar um afsögn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra í kjölfar sjónvarpsþáttarins Kastljóss á sunnudag sem byggði á upplýsingaleka frá Panama. Aðalsteinn Ragnarsson fjallaði einkum um þá neikvæðu athygli sem málið hefur vakið í öðrum löndum.
Lesa meira
08.04.2016
Nemendafélagið bauð upp á veislu í morgunkaffinu. Á borðum voru marzipanterta og súkkulaðikaka. Runnu kökurnar ljúflega niður með súkkulaðikakói og rjóma eða eplasafa. Markmiðið að allir færu glaðir inn í helgina - virðist hafa tekist prýðilega því allir voru mjög ánægðir með veitingarnar.
Lesa meira
04.04.2016
Mánudaginn 4. apríl hefst innritun eldri nemenda og fjarnema fyrir haustönn 2016. Stendur hún yfir til 31. maí. Eldri nemar (aðrir en 10. bekkingar) sem ætla að stunda dagskólanám innrita sig á menntagatt.is en þeir sem vilja stunda fjarnám innrita sig á innritunarvef skólans.
Lesa meira