10.05.2011
Nú nýverið voru auglýst eftir kennurum til starfa við skólann í 5 kennslugreinum ásamt starfsbraut í allt um 2-3 störf. Alls sóttu
25 einstaklingar um þessi störf sem gerir okkur í skólanum stolt yfir því hversu margir vilja kenna nemendunum okkar ásamt því að
heilmikil vinna er að vinna úr umsóknunum. Byrjað er að vinna úr umsóknunum og vonast til að því verði lokið í þessari
viku að eins miklu leyti og mögulegt er.
Lesa meira
14.05.2011
Laugardaginn 14. maí kl. 14:00 - 16:00 verður sýning á verkum nemenda. Nemendur verða með ferðakynningu þar sem þau kynna ferðahugmyndir á
Tröllaskaga og hægt verður að ræða við þau um viðfangsefnið. Síðan verður sýning nemenda í fagurlistum og
listljósmyndum á portrettmyndum og verk sem hafa verið unnin í úrgangslist.
Við vonumst til að sjá sem flesta!
Lesa meira
09.05.2011
Náms- og starfsráðgjafa í 35% starf
Kennara í námstækni í 15% starf
Umsóknir þurfa að berast í síðasta lagi 22. maí 2011.
Frekari upplýsingar eru á Starfatorgi
Lesa meira
26.04.2011
Nú er auglýst eftir kennurum til skólans á Starfatorgi. Þessar stöður eru í boði:
Enska, 50 - 100% afleysing í eitt ár
Félagsvísindi, 25% staða
Íslenska, 25 - 50% staða
Náttúruvísindi, 50% staða
Spænska, 25% tímabundin staða
Starfsbraut, 50 – 100% staða
Lesa meira
25.04.2011
Það er full kennsla þriðjudaginn 26. apríl, nemendur mæti samkvæmt stundaskrá.
Lesa meira
12.04.2011
Undanfarna daga hefur Landsvala verið að flækjast hér við höfnina í Ólafsfirði.
Lesa meira
04.04.2011
Næsta vetur verður starfsbraut við Menntaskólann á Tröllaskaga. Harpa Jörundardóttir sem verið hefur námsráðgjafi tók að
sér að skipuleggja þá braut og í staðinn var Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir ráðin náms- og starfsráðgjafi við
skólann.
Lesa meira
29.03.2011
Nú stendur yfir forinnritun grunnskólanema í framhaldsskóla. Sótt er um á <a href="http://www.menntagatt.is/">Menntagátt til 1. apríl.
Við hvetjum grunnskólanemendur til þess að velja skóla á tímanum og hlökkum til að fá þá sem sækja um hjá okkur.
Lesa meira
18.03.2011
Nú um helgina verður
"ofurmáni" á himni sem þýðir að tunglið verður óvenju nærri jörðu sjá nánar í frétt Morgunblaðsins. Lára skólameistari myndaði mánann í gærkvöldi og var
töluvert auðveldara að mynda hann en venulega.
Stærri útgáfu má finna hér.
Lesa meira
18.03.2011
Mánudaginn 21. mars 2011 er vorannarfrí, vonum við að nemendur njóti langrar helgar. Við hvetjum ykkur sem fyrr til að ljúka verkefnum fyrir helgi
þannig að þið getið notið helgarinnar vel.
Lesa meira