Fréttir

Brautalýsingar uppfærðar

Í dag voru brautalýsingar uppfærðar og betur upp talið hvaða áföngum nemendur þurfa að ljúka. Eru nemendur hvattir til að skoða sína braut vel undir valkostinum - Námið
Lesa meira

Öskudagur

Ýmsar furðuverur heimsóttu skólann í gær og sungu fyrir nammi.  Að sjálfsögðu voru þær myndaðar og hér eru myndir af þeim.          
Lesa meira

Áfangar í boði haust 2011

Námsval fyrir haustönn 2011 hefst 16. mars (ath. breytingu) og verður kynnt í fundartímanum kl. 10:35 í stofum 1 og 2. Nemendur frá A til Hörpu Hrannar mæta í stofu 1 og Heiðrún til Ö mæta í stofu 2. Þar verður farið yfir þessi mál ásamt fleiru. Síðan geta nemendur leitað til umsjónarkennara sinna með valið. Hér eru þeir áfangar sem verða í boði en það fer síðan eftir því hversu margir velja hvern áfanga hvort hann verður kenndur.
Lesa meira

Sjálfstæðismenn í heimsókn

Kjördæmavika Alþingis er okkur kærkomin því enn koma góðir gestir. Í dag kom Tryggvi Herbertsson alþingismaður og með honum Guðmundur Skarphéðinsson þaulreyndur sveitarstjórnarmaður úr Fjallabyggð. Þeir kynntu sér skólastarfið og ræddu við starfsmenn og nemendur.
Lesa meira

Þingmenn Samfylkingarinnar í heimsókn

Þingmenn Samfylkingarinnar komu í heimsókn í skólann í gær. Ræddu þau við nemendur og starfsfólk, kynntu sér skólann og umhverfið. Þetta voru þau Jónína Rós Guðmundsdóttir, Sigmundur Ernir Rúnarsson og Kristján L. Möller.
Lesa meira

Þingmenn VG í heimsókn

Góðir gestir þau Þuríður Bachman og Björn Valur Gíslason komu í skólann í gær. Þau gáfu sér góðan tíma til að ræða við starfsmenn, skoða verkefni nemenda og setja sig vel inn í þau verkefni sem að okkur snúa. 
Lesa meira

Heimsókn frá Sauðárkróki

Þorkell V. Þorsteinsson aðstoðarskólameistari Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra og Þorsteinn Broddason verkefnisstjóri Impru á Sauðárkróki komu í heimsókn. Voru þeir að skoða hugsanlegt samstarf milli skólanna sem og milli MTR og FabLabsem staðsett er í Impru á Sauðárkróki. Brugðið vará leik í stúdíói skólans eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. (Sjá myndir stærri)
Lesa meira

Nemendur frá Dalvík í heimsókn

Í dag eru nemendur úr grunnskóla Dalvíkurbyggðar í heimsókn í skólanum. Þetta er 10. bekkur sem er að skoða hvort Menntaskólinn á Tröllaskaga er með nám sem hentar þeim. Þau fara í kennslustundir og fá síðan kynningu á nemendafélaginu og skólanum. Við bjóðum þau velkomin!
Lesa meira

Íþróttir til náms

Nú á vorönn býður skólinn upp á áfanga ÍÞÞ2A03 sem gefur nemendum tækifæri til að stunda sína íþróttaiðkun af meiri krafti. Áfanginn hentar nemendum sem eru í a) Afreksþjálfun, það er nemandi sem er í landsliðsúrtaki og hefur klár framtíðarmarkmið í sinni íþróttagrein, b) Íþróttaþjálfun, það er nemandi sem er í skipulagðri markvissri íþrótta- og keppnisþjálfun undir handleiðslu menntaðs þjálfara og c) Heilsuræktarþjálfun, það er nemandi sem er að stunda markvissa, skipulagða heilsurækt. Þeir sem hafa áhuga er hvattir til að skrá sig í áfangann hjá áfangastjóra en nánari upplýsingar veitir Óskar (oskar@mtr.is).
Lesa meira

Ný aksturstafla

 Ný aksturstafla hefur tekið gildi frá deginum í dag og er á vef Fjallabyggðar  Við óskum bara eftir ferðum við upphaf og lok kennsludags sem er: 7:50 Siglufjörður - Ólafsfjörður 16:30 Ólafsfjörður - Siglufjörður, mánudag til fimmtudags 14:10 Ólafsfjörður - Siglufjörður, föstudaga Skipulag rútuferða er alfarið í höndum Fjallabyggðar.  
Lesa meira