Fréttir

Starfskynning í Mánabergi

Eins og fyrr hefur verið frá sagt eru nemendur á starfsbraut að kynna sér ýmsar hliðar atvinnulífsins á þessari önn. Hópurinn skoðaði Mánaberg, togara Rammans við bryggju á Siglufirði í gær. Mesta athygli vakti hvað lítið pláss var í skipinu neðanþilja og þröng vinnuaðstaða áhafnarinnar.
Lesa meira

Sjósund og sviðalappir

Í smábátahöfninni í Ólafsfirði eru aðstæður ákjósanlegar til sjósunds þegar átt er suðlæg og sjórinn heilnæmur. Þannig stóð á í gær og hiti í sjónum var tíu stig. Nemendur í útivistaráfanga fóru með kennara sínum, Gesti Hanssyni, og tóku létta æfingu. Gestur segir að kuldasjokkið gangi oftast hratt yfir, ef fólk nái að anda rólega telja upp að þrjátíu áður en það stekkur upp úr.
Lesa meira

Offita gæludýra

Þeir sem stofnuðu líftæknifyrirtækið Prímex á Siglufirði árið 1997 hafa tæplega búist við því að það ætti eftir að selja framleiðslu sína eigendum allt of feitra gæludýra. En það er raunin. Í um það bil hálft ár hefur verið í boði í Bandaríkjunum framleiðsluvara sem á að gera eigendum dýranna fært að megra þau án þess að minnka fæðuskammtinn.
Lesa meira

Tungumálatréð

Nemendur í listgreinum gróðursettu tungumálatré á vegginn í anddyri skólans í morgun. Tilefnið er evrópski tungumáladagurinn sem er í dag. Þá er vakin athygli á fjölbreyttum tungumálum sem töluð eru í álfunni. Nemendur í dönsku, ensku og spænsku ætla næstu daga að laufga tréð með hnyttni og kveðjum á ýmsum málum.
Lesa meira

Að koma aflanum í verð

Engin þjóð nýtir fisk betur en Íslendingar og nýtingin batnaði með kvótakerfinu. Þetta sagði Andri Viðar Víglundsson sjómaður á Kleifaberginu nemendum í Tröllaskagaáfanga. Andri Viðar skýrði skipulag og vinnuferla um borð í togara með aðstoð Grétars Áka Bergssonar nemanda í áfanganum. Myndband sem Grétar Áki gerði sýnir veiðar, vinnslu og frágang afla í Mánaberginu.
Lesa meira

Vinnu- og menningarferð

Hópur nemenda MTR seldi dagatal til styrktar Unicef í Feneyjum, við Gardavatnið og í Verona á Ítalíu í síðustu viku. Dagatalið er afrakstur Comeníusarverkefnis þar sem þemað er vatn. Nemendur héðan og úr þremur skólum á Ítalíu, Spáni og í Þýskalandi tóku myndirnar. Sex nemendur og tveir kennarar héðan tóku þátt í ferðinni.
Lesa meira

Moli úr Holuhrauni

Nemendur og starfsmenn skólans geta nú virt fyrir sér og þefað af Holuhrauni hinu nýja. Hér leit við hollvinur skólans Sigurður Ægisson, sem hafði verið við gosstöðvarnar og gripið með sér mola til að nemendur í jarðfræði færu ekki alveg á mis við það helsta sem er að gerast á þeirra sviði í landinu.
Lesa meira

Vígvöllur hafstraumanna

Í sjónum út af Norðurlandi mætast heitir og kaldir hafstraumar og það er misjafnt hve stórt svæði hvorir um sig ná yfir. Árferði í sjónum er mismunandi og stýrir fiskgengd á svæðinu. Ýsa og stór þorskur ganga til dæmis aðeins á miðin undan Norðurlandi á hlýskeiðum. Þetta sagði Valtýr Hreiðarsson, fiskifræðingur nemendum í Tröllaskagaáfanga í gær.
Lesa meira

Öðruvísi nýnemadagur

Könnun hefur leitt í ljós að kindur eru vinsælustu gæludýr nemenda í MTR. Það er því við hæfi að taka þátt í smölun og fjárrekstri með frístundabændum í Ólafsfirði á nýnemadaginn sem haldinn er hátíðlegur í dag. Féð var rekið gegn um bæinn til réttar undir styrkri stjórn Jóns Konráðssonar, gangnaforingja.
Lesa meira

Áhugasamir gestir

Vinnutímafyrirkomulagið í skólanum, vikuleg verkefnaskil og samfellt leiðsagnarmat vöktu mesta athygli þriggja kennara frá Slóveníu sem hér hafa verið í viku til að kynna sér skólastarfið. Þetta myndu þær vilja taka upp í Ljutomer. Þar eru 700 nemendur og fimmtíu kennarar. Skipulagið er hefðbundið bekkjarkerfi, stundaskrár eru fastar í forminu og námsmat er próf.
Lesa meira