Fréttir

Nemendum fjölgar

Skráningu á vorönn lauk á föstudag og eru skráðir nemendur í upphafi annar um tvö hundruð og fimmtíu. Fjarnemar eru þriðjungur nemenda. Fjölmennasta brautin er hug- og félagsvísindabraut þar sem 74 nemendur eru skráðir en næst fjölmennust er náttúruvísindabraut með 63 nemendur. Á listabraut, - í myndlist, listljósmyndun og tónlist, eru skráðir 40 nemendur. Vísa þurfti frá töluverðum fjölda nemenda.
Lesa meira

Nýársboðskapur drottningar

Fyrsta verkefni annarinnar í áfanganum DAN2B var að hlusta á og greina nýársræðu Margrétar Þórhildar Danadrottningar. Flestum nemendum þótti ræðan athyglisverð en sitt sýndist hverjum um gæði hennar. Drottningin talaði um mikilvægi þess að bæta samfélagið og sá boðskapur náði vel til nemenda.
Lesa meira

Nú er kátt í höllinni

Nemendur í stað- og fjarnámi hófu nám í dag og færðist líf í sofandi skólabygginguna sem hafði verið hálf döpur í einsemdinni. Áfangar allir tilbúnir í Moodle og fyrstu verkefnaskil um næstu helgi. Fjarnemar sem eru óvissir um sín mál hafið endilega samband við Birgittu birgitta@mtr.is hún mun taka ykkur fagnandi, einnig bendum við á Facebook hóp fyrir fjarnemana þar sem fá má allar upplýsingar. Hægt er að skrá sig í nám út vikuna en ekki eftir það. Um 200 nemendur eru í skólanum og hlökkum við til samvinnunnar við þennan frábæra hóp á vorönninni.
Lesa meira

Gleðilegt nýtt ár

Gleðilegt nýtt ár
Lesa meira

Stúdentar útskrifast í 9. sinn

Níunda útskrift Menntaskólans á Tröllaskaga var í dag. Ríflega 200 nemendur stunda nám við skólann og nú þegar þeir 8 sem útskrifuðust í dag bætast í hópin hafa 67 stúdentar útskrifast frá skólanum. Lára Stefánsdóttir skólameistari lagði í ræðu sinni út frá ljóðum Sigurðar Ingólfssonar í bókinni „Ég þakka“ og ræddi mikilvægi eigin ákvarðana, vita hvað maður vill verða og vera.
Lesa meira

Útskrift laugardag kl. 11:00

Útskrift stúdenta frá Menntaskólanum á Tröllaskaga verður laugardaginn 20. desember kl. 11:00 í Ólafsfjarðarkirkju. Allir eru velkomnir á athöfnina. Á eftir býður skólinn útskriftarnemendum og aðstandendum þeirra léttar veitingar og nýstúdenta mæta til myndatöku í skólanum.
Lesa meira

Óskir rætast í efnafræði

Ekki er beinlínis algengt að efnafræði sé uppáhaldsnámsgrein nemenda í framhaldsskóla. Það er þó til og ef þeir fá að velja sér verkefni batnar staðan. Í vikunni gerðu nemendur verkefni sem þeir höfðu valið fyrr á önninni og bjuggu meðal annars til ósýnilegt blek, ilmvatn, lífdísil og eftirlíkingu af eldgosi.
Lesa meira

Danska og smákökur

Jólalegan ilm lagði um skólann þegar tvöfaldur dönskutími var notaður til að baka danskar jólasmákökur. Nemendur höfðu valið fjórar mismunandi uppskriftir. Nokkrir gerðu tilraunir með heimagerðan vanillusykur, lakkríssykur, sítrónusykur og möndlur. Rösklega var gengið til verks undir dynjandi jólatónlist. Vart þarf að taka fram að smákökurnar bragðast prýðilega.
Lesa meira

Gestir frá Dalvík

Stór hópur nemenda úr tíunda bekk Dalvíkurskóla skoðaði skólann og kynnti sér námsaðstöðuna ásamt þremur kennurum í morgun. Meðal þess sem hópurinn skoðaði voru tónlistar- og myndlistarstofur, sýndarveruleikatækið oculus rift, útieldhús og fleira sem sérstakt er í MTR.
Lesa meira

Stærðfræðiperlur

Þau nýmæli voru upp tekin í stærðfræði á starfsbraut að nemendur notuðu perlur til að mynda ýmis form og átta sig á samhverfum flötum. Út úr þessu kom hið fegursta skraut sem hengt var upp í lok vikunnar og mun lífga upp á húsakynni fyrir jólin. Almenn ánægja ríkti með þetta verkefni og gæti verið að það yrði endurtekið. Í rauninni er verkefnið þríþætt. Það veitir þjálfun í stærðfræði, æfir fínhreyfingar og svo eru gripirnir aukaafrakstur, segir Birgitta Sigurðardóttir, sérkennari.
Lesa meira