Almennt
30.05.2014
Kennararnir Bjarki Þór Jónsson og Tryggvi Hrólfsson hafa fengið styrk frá RANNÍS að upphæð 1,4 milljónir króna til að búa til kennsluefni sem verður aðgengilegt kennurum sem vilja búa til áfanga í töluvleikjafræðum. Tvímenningarnir hafa á vorönn kennt slíkan áfanga sem þeir hafa hannað. Áfanginn þótti takast vel en hann er ekki aðallega um spilun tölvuleikja heldur um hönnun þeirra og innviði.
Lesa meira
Almennt
27.05.2014
Fiskverkun er algengt mótív íslenskra málara en sjaldgæft er að fisktegund sé tilgreind. Myndina málaði Sarah Jane eftir ljósmynd sem tekin var um næstsíðustu aldamót. Sarah Jane er náttúrubarn sem ferðast hefur um allan heim en vill verða Íslendingur. Hún hefur búið í Ólafsfirði og stundað nám við skólann í vetur en ætlar að vera í fjarnámi frá Sauðárkróki á næstu önn.
Lesa meira
Almennt
24.05.2014
Stærsti hópur til þessa brautskráðist frá skólanum í dag. Í lok haustannar útskrifuðust átta stúdentar þannig að brautskráðir nemendur eftir veturinn eru tuttugu og fimm. Skólinn tók til starfa haustið 2010 og er þetta 8. útskriftin. Samtals hafa 58 nemendur útskrifast frá skólanum. Hann hefur verið fullsetinn í tvö ár miðað við þær áætlanir sem gerðar voru áður en hann tók til starfa.
Lesa meira
Almennt
23.05.2014
Skólinn er fyrirmyndarstofnun í flokki meðalstórra stofnana í könnun Stéttarfélags í almannaþjónustu ásamt Einkaleyfastofu, Landmælingum, Menntaskólanum að Laugarvatni og Skipulagsstofnun. MTR varð í öðru sæti í flokknum, aðeins Einkaleyfastofa fékk fleiri stig. Þetta er í níunda sinn sem SFR velur stofnun ársins og var niðurstaðan kynnt í Hörpu í gær.
Lesa meira
Almennt
22.05.2014
Fræðslu og skemmtun var blandað saman í vorferðinni í gær. Fyrsta stopp var í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra FNV á Sauðárkróki. Góð aðstaða fyrir verknám og almennt huggulegt umhverfi í öllum skólanum vöktu athygli. Eftir góða máltíð hjá Skagfirðingum var ekið fyrir Skaga og naut hópurinn frábærs útsýnis eins og myndin úr Kálfshamarsvík ber með sér.
Lesa meira
Almennt
20.05.2014
Vegna námsferðar starfsmanna er skólinn lokaður 21. maí.
Lesa meira
Almennt
20.05.2014
Á Vorsýningu skólans flutti hópur nemenda á tónlistarbraut heimstónlist. Í myndbandinu sem fylgir fréttinni flytja þau I See Fire sem Ed Sheeran gerði frægt, írska þjóðlagið Wiskey in the Jar og brasilíska lagið Asabranca, (hvítur vængur). Í hópnum eru: Matthías Gunnarsson, Konráð Ægir Jónsson, Eyrún Brynja Valdimarsdóttir, Úlfar Alexander Úlfarsson, Þóra Regína Böðvarsdóttir og kennarinn Rodrigo J. Thomas (Guito).
Lesa meira
Almennt
16.05.2014
Innritun í fjarnám og staðnám í skólanum fyrir haustönn 2014 stendur yfir á www.menntagatt.is
Lesa meira
Almennt
16.05.2014
Sýning á verkum nemenda á vorönn verður opnuð klukkan 13:00 á morgun og verður opin til klukkan 16:00. Sýningin er venju fremur fjölbreytt, þar eru meðal annars verkefni úr ljósmyndun, myndlist, sálfræði og tónlist. Myndin með fréttinni er akrýlverk eftir Kristjönu R. Sveinsdóttur. Áskorun hennar var að mála svo stóra mynd af einum fegursta stað í Ólafsfirði. Allir eru hjartanlega velkomnir.
Lesa meira
Almennt
15.05.2014
Kennslu í stjórnmálafræðiáfanganum FÉL2B lauk í dag með framboðsfundi þar sem fulltrúar listanna fjögurra í Fjallabyggð kynntu framboðin og sátu fyrir svörum. Atvinnumál og ríg milli bæjanna tveggja í Fjallabyggð bar hæst á fundinum. Nemendur spurðu fjölmargra spurninga og fengu við þeim svör. Athygli þeirra vakti að ekki virðist mikill munur á stefnumálum framboðanna.
Lesa meira