Almennt
14.05.2014
Nemendur í ABC-skólahjálp afhentu samtökunum í dag afrakstur starfs síns á önninni við söfnun fyrir börn í Kitetika grunnskólanum í Úganda. Aðalbjörg Kristjánsdóttir, móðir Guðbjargar Hákonardóttur, starfsmanns ABC í Úganda veitti því sem safnaðist viðtöku fyrir hönd samtakanna.
Guðbjörg heimsótti skólann í janúar og hafði eldmóður hennar mikil áhrif á nemendur. Um fjögur þúsund börn eru í ABC skólum í Úganda.
Lesa meira
Almennt
14.05.2014
Liðlega tuttugu manna hópur nemenda í Bluffton-háskóla í Ohio í Bandaríkjunum heimsótti skólann í morgun og kynnti sér skipulag náms og starfs hér. Gestirnir sýndu meðal annars áhuga á uppbyggingu námsins, hvernig nemendur nota tölvur og hve sjálfstæðir þeir eiga að vera í starfi. Bluffton býður meðal annars upp á nám í listgreinum, fjölmiðlafræði og menntavísindum.
Lesa meira
Almennt
13.05.2014
Kennslu er rétt að ljúka á þessu vori og margir kennarar brjóta upp hefðbundið nám með óhefðbunum aðferðum eða efni. Nemendur í eðlisfræði gerðu verklega æfingu á bílastæðinu í morgun. Námsmarkmið var að fá tilfinningu fyrir fyrsta og öðru lögmáli Newtons. Námsgögn voru tveir bílar og reiðhjól. Myndin sýnir fjóra nemendur draga kennarann, Óliver Hilmarsson, á hjólinu.
Lesa meira
Almennt
12.05.2014
Vorfiðringur er viðfangsefnið í bráðsmellnu myndbandi sem nokkrir nemendur gerðu og sýndu á árshátíð sinni. Höfundar spottans eru Grétar Áki, Hákon, Heimir, Ívar og Örn Elí. Heimir á heiðurinn af tónlistinni. Jón Árni og Konni Gotta veittu aðstoð við textagerðina. Njótið ....(
Lesa meira
Almennt
09.05.2014
Lára Stefánsdóttir, skólameistari spjallaði við bæjarstjóra landsins sem heimsóttu skólann í morgunn og starfsbrautarnemendur skemmtu þeim með tónlist. Þau spiluðu og sungu lagið Sem aldrei fyrr eftir Bubba Morthens og vakti flutningurinn mikla hrifningu. Um fjörutíu bæjarstjórar eru gestir í Fjallabyggð og Dalvíkurbyggð og lýkur heimsókninni á Siglufirði í kvöld.
Lesa meira
Almennt
08.05.2014
Nemendur útivistaráfanga skelltu sér í sjósund í smábátahöfninni í Ólafsfirði í morgun. Meðal hæfnimarkmiða á íþrótta- og útivistarbraut er að nemendur séu meðvitaðir um umhverfi sitt, hafi lært að njóta þess, virða og nýta á skynsamlegan hátt með sjálfbærni í huga. Lofthiti var 7 stig en sjávarhiti aðeins 4 og eftir sjósundið tóku menn úr sér hrollinn í heitu pottunum í sundlauginni.
Lesa meira
Almennt
07.05.2014
Nemendur skólans eru í óða önn að leggja lokahönd á margvísleg verk fyrir vorsýningu skólans sem opnuð verður laugardaginn 17. maí. Margir eru að nostra við hljóðverk í tölvum en í morgun var Snæborg Ragna Jónatansdóttir að vinna við málverk sitt gull af manni og naut leiðsagnar listakonunnar Garúnar í áfanganum Sköpun.
Lesa meira
Almennt
05.05.2014
Óformleg könnun sem nemandi í fjölmiðlaáfanganum FÉL3F gerði fyrir helgina bendir til þess að flestir nemendur skólans séu komnir á réttan stað eftir verkfallið. Að mati flestra sem spurðir voru var hæfilega mörgum kennsludögum bætt við önnina og almennt töldu flestir að þeir væru búnir að vinna upp það sem tapaðist í verkfallinu.
Lesa meira
Almennt
02.05.2014
Nokkur árangur varð af söfnun nemenda í áfanganum ABC skólahjálp í gær. Nokkrir komu og fengu sér kaffi og með því en enginn leigði borð til að selja varning á viðburðinum og voru það nokkur vonbrigði. Matarklúbbur starfsbrautar hjálpaði til við viðburðinn og sá um að baka skúffuköku, múffur og pönnukökur.
Lesa meira
Almennt
30.04.2014
Brottfall, skilgreint sem munur á nemendum sem hefja nám og þeim sem skila sér til prófs, var 6,9% í MTR á árinu 2013. Þetta er mjög lág tala miðað við það sem algengt er í öðrum framhaldsskólum. Meðtaldir eru fjarnemar sem eru í sömu námshópum og dagskólanemar.
Lesa meira