Fréttir

„Brjálaðir bastarðar“ verðlaunaðir

Myndbandið „Brjálaðir bastarðar – Gemmér Bassann“ hlaut verðlaun sem best leikna myndin á Kvikmyndahátíð framhaldsskólanna í Fjölbrautaskólanum við Ármúla á laugardag. Grétar Áki, Örn Elí, Heimir Ingi, Ívar Örn, Hákon Leó, Konni Gotta og Jón Árni gerðu myndbandið fyrir árshátíð nemendafélags MTR á síðasta ári. Hringt var í Örn Elí af hátíðinni þegar verið var að veita verðlaunin. Hann taldi líklegt að verðlaunin hefðu fengist út á hárgreiðslu piltanna og vakti sú athugasemd hlátur viðstaddra.
Lesa meira

„Brjálaðir bastarðar“ keppa

Á þriðja tug stuttmynda keppa á Kvikmyndahátíð framhaldsskólanna sem haldin verður í Fjölbrautaskólanum við Ármúla á morgun, laugardag. Menntskælingar á Tröllaskaga sendu í keppnina myndbandið „Brjálaðir bastarðar – gemmér bassann“. Lagið er eftir Heimi Inga Grétarsson.
Lesa meira

Óhefðbundin enskuverkefni

Skammdegið er viðfangsefni tveggja erlendra listamanna sem dvalið hafa í Listhúsinu í Ólafsfirði síðustu tvo mánuði. Sýning þeirra á ljósmyndum af íbúum í Fjallabyggð í svartasta skammdeginu var opnuð í gær. Nemendur í áfanganum ENS2B skoðuðu sýninguna og hittu listamennina að máli. Verkefni þeirra í framhaldinu verða bæði bókleg og verkleg.
Lesa meira

Blakstelpur brillera

Góður hópur stúlkna sem stundar nám við MTR iðkar blakíþróttina af miklum krafti á Siglufirði undir handleiðslu Önnu Maríu Björnsdóttur. Stelpurnar eru hluti af blakhóp sem ber nafnið Skriður og spila þær undir merkjum UMF Glóa. Í vetur hafa þær tekið þátt á nokkrum hraðmótum hér norðanlands ásamt því að spila í 5. deild á Íslandsmótinu.
Lesa meira

Hin sanna pitsa

Simone Salvatori, ítalskur pitsameistari og túlkur með honum, voru gestakennarar í áfanganum „Matur og menning“ í gær. Meistarinn raðaði upp efni í nokkra botna með vel af hveiti á milli og flatti út. Síðan fengu nemendur að reyna sig við að koma botninum í hæfilega þykkt. Bæði voru gerðar venjulegar flatbökur og „calzone“ - hálfmánar, eða lokaðar pitsur.
Lesa meira

Fyrsti sólardagur

Því var fagnað með pönnukökum á kennarastofunni í morgun að sól er komin svo hátt á loft að hún nær að kasta geislum sínum á byggðina hér í Ólafsfirði. Reyndar er lágskýjað og hríðarmugga þannig að sólgleraugu verða varla nauðsynlegur búnaður í bænum í dag. Eigi að síður er full ástæða til að gleðjast yfir því að sól hækkar á lofti og dimmi tíminn á hverjum sólarhring styttist.
Lesa meira

League of Legends

Hópur nemenda MTR hafa myndað lið til að taka þátt í "Íslensku LoL Deildinni" þar sem keppt er í tölvuleiknum League of Legends. Þetta er framhaldsskólamót og taka lið frá 11 skólum þátt í því. Fimm eru í hverju liði. Leikið verður næstu fimm helgar og verður fyrsti leikur MTRinga á morgun.
Lesa meira

Bandýbattar

Menntaskólinn á Tröllaskaga er sífellt að bæta íþróttaaðstöðuna í Fjallabyggð og hefur nú fjárfest í bandýböttum fyrir skólann. Battarnir eru aðeins til á tveimur stöðum á landinu, á höfuðborgarsvæðinu og svo á Ólafsfirði. Hugmyndin kom upp í tengslum við bandýáfanga í skólanum sem vatt vel upp á sig.
Lesa meira

Jákvæð sálfræði

Gott er að ljúka vikunni með tíma í jákvæðri sálfræði þar sem áherslan er á það sem heppnast, gengur vel, verður fólki til ánægju og lyftir andanum. Hver og einn í þessum hóp sagði samnemendum og kennaranum jákvæða sögu af sér í tímanum í dag. Sanna sögu úr eigin lífi - af einhverju sem vekur stolt og vellíðan þegar hugsað er til baka.
Lesa meira

Nemendum fjölgar

Skráningu á vorönn lauk á föstudag og eru skráðir nemendur í upphafi annar um tvö hundruð og fimmtíu. Fjarnemar eru þriðjungur nemenda. Fjölmennasta brautin er hug- og félagsvísindabraut þar sem 74 nemendur eru skráðir en næst fjölmennust er náttúruvísindabraut með 63 nemendur. Á listabraut, - í myndlist, listljósmyndun og tónlist, eru skráðir 40 nemendur. Vísa þurfti frá töluverðum fjölda nemenda.
Lesa meira