25.10.2011
Innritunartímabil fyrir vorönn 2012 hefst 1. nóvember og lýkur 22. nóvember n.k. Innritun fer fram á Menntagatt.is.
Lesa meira
25.10.2011
Í Framhaldsskólanum í Austur Skaftafellssýslu, FAS, vinna nemendur að því að koma á sjálfbæru og
lýðræðislegu félagslífi. Forystufólk í félagslífi nemenda er á hringferð um landið að kynna sér
félagslíf í framhaldsskólum. Hópurinn kom í MTR og átti meðal annars fund með Lindu og Atla frá Trölla. Linda segir að
þetta hafi verið lærdómsríkar samræður þar sem fulltrúar félaganna hafi skipst á upplýsingum. Fram hafi komið að
félagslíf í FAS sé byggt upp á klúbbastarfi. Gestirnir hafi hrifist mjög af MTR og boðið fulltrúum Trölla að endurgjalda
heimsókina.
Lesa meira
25.10.2011
Valtímabil fyrir vorönn 2012 stendur yfir frá 25. okt.-1. nóv. Hér fylgir listi yfir þá áfanga sem boðið er upp á. Nemendur eru
hvattir til að velja sem fyrst í samráði við umsjónarkennara sína.
Áfangar í boði á vorönn 2012
Lesa meira
21.10.2011
Mikil ánægja hefur ríkt í hljómsveitarbúðum í Tjarnarborg í vikunni. Sex nemendur voru
í búðunum og einbeittu sér að sálarþema. Þeir æfðu meðal annars lögin Little Talks með Monster of Men og Flugvélar sem
Nýdönsk og Björn Jörundur fluttu. Á laugardagskvöld kemur hópurinn fram á Vetrardagsskemmtun í Tjarnarborg og tekur Þjóðveginn
eftir Magnús Eiríksson og One þekkt í flutningi U2. Magnús Ólafsson tónlistarkennari stýrir
hljómsveitarbúðunum. Myndir
Lesa meira
21.10.2011
Þórdís Arna, Greta og Þóranna voru í hópi nemenda sem fengu innsýn í tölvustudda hönnun og
framleiðslu í þemavikunni. Hér eru þær með Val Valssyni, kennara og starfsmanni Nýsköpunarmiðstöðvar á
Sauðárkróki. Meðal þess sem nemendur hönnuðu og framleiddu voru kökudiskar, kertastjaki, fjölskyldutré og ýmsir skrautmunir.
Myndir
Lesa meira
21.10.2011
Starfsbrautarnemendur kynntu sér orkumálin í þemaviku. Á Hjalteyri voru skoðaðar heitavatnsholur og dælustöð en
á Vöglum í Hörgárdal holurnar sem sjá íbúum Akureyrar fyrir köldu vatni. Í stjórnstöðinni við
Þórunnarstræti á Akureyri sáu nemendur hvernig rennsli á heitu og köldu vatni er stjórnað og þáðu veitingar. Árni
Árnasson, véltæknifræðingur tók á móti hópnum og fylgdi honum um athafnasvæði Norðurorku. Myndir
Lesa meira
20.10.2011
Guðmundur Ólafsson, leikari hefur í þemavikunni leiðbeint hópi áhugasamra nemenda í leiklist.
Nemendur hafa meðal annars spunnið atriði út frá dægurlagatextum og ferð Ingólfs Arnarsonar til Íslands.
Trúðsnefið hjálpar til þegar leikarinn skreppur úr sjálfum sér og í það hlutverk sem hann vill túlka. Myndir
Lesa meira
19.10.2011
Í upphafi björgunaræfingar þótt rétt að prófa gallana í stökki af bryggjunni. Á
eftir fór fram æfing um borð í báti björgunarsveitarinnar Tinds í Ólafsfirði. Sveitin sér um þennan hluta þemadaga undir
styrkri stjórn Gísla Rúnars Gylfasonar. Myndir
Lesa meira
19.10.2011
Þessir nemendur endurskipuleggja spurningakeppni Félagsmiðstöðvar Fjallabyggðar í þemavikunni.
Keppnin verður haldin í desember og verður að þeirra sögn nokkuð breytt frá fyrra ári. Auk þess að skipuleggja
atburðinn og stjórna honum kemur í þeirra hlut að semja nokkur hundruð spurningar af ýmsu tagi. Leiðbeinendurnir Inga og Sigmundur fengu að vera með
á myndinni.
Lesa meira
18.10.2011
Íþróttir, hreyfing og útivist skipa stóran sess á þemadögum. Allir þurfa að hreyfa sig, helst á
hverjum degi, en margir nemendur völdu að stunda íþróttir eða aðra hreyfingu í nokkrar klukkustundir á hverjum degi í þessari
viku. Myndir
Lesa meira