Undirstöður framreiðslu

Sigló hótel mynd Ásdís Ósk
Sigló hótel mynd Ásdís Ósk

Framreiðsla er fjölbreytt starf þar sem reynir á margskonar þekkingu og hæfni og einnig á leikni í mannlegum samskiptum. Í miðannarvikunni fékk tólf manna hópur innsýn í þetta starf á Hótel Sigló, Rauðku og Hannes boy. Nemendur lögðu á borð fyrir tvær stórar veislur, lærðu fjölda servíettubrota, að þjóna og halda á diskum og einnig um uppruna og tegundir borðvína.

Gestir veitingahúsa koma úr öllum stéttum, frá almennum borgurum til þjóðhöfðingja og þarf framreiðslufólk að hafa kunnáttu og þekkingu til að umgangast og uppfylla kröfur ólíkra þjóðfélagshópa. Starfið er skapandi og gefandi og reynir á frumkvæði við að skapa þær aðstæður sem óskað er eftir við mismunandi tilefni. Nemendum þótti námskeiðið hjá Sigmari Bech framreiðslumanni einkar áhugavert. Myndir