Fréttir

Vorsýning

Allt er á fullu í skólanum við að undirbúa Vorsýningu á laugardag. Fjöldi portrettmynda verður til sýnis, bæði af frægum einstaklingum og ættingjum og vinum nemenda. Nemendur í fagurfræði fjalla um hið fagra, hið háleita og hið gróteska á mismunandi hátt. Tónlist og ljósmyndir verða á sýningunni og líka verkefni úr fögum á borð við sálfræði, spænsku og dönsku.
Lesa meira

Myndbönd um merkisdaga

Í íslenskuáfanga um þjóðhætti og þjóðtrú hafa nemendur gert nokkur mjög skemmtileg myndbönd á önninni. Þau fjalla um ýmsa hátíðs- og baráttudaga. Í myndbandi um 1. apríl voru sviðsett aprílgöbb og tókst vel til. Í tilefni baráttudagsins 1. maí voru búin til spjöld með kröfum um bættan aðbúnað í skólanum, svo sem mötuneyti.
Lesa meira

Fjallamennska í Fljótum

Sex krakkar í úivistaráföngum skólans dvöldu á Bjarnargili í Fljótum við æfingar og áskoranir. Ferðin hófst á föstudegi á því að fara á gönguskíðum yfir Lágheiðina og að Þrasastöðum í Fljótum. Björgunarsveitarmennirnir Tómas Einarsson og Gestur Hansson fylgdu á vélsleða en kennarinn, Lísebet Hauksdóttir fór með hópnum á gönguskíðum.
Lesa meira

Hvað er satt?

Fréttamál vikunnar í stjórnmálafæði í morgun var „Dorrit og Panamaskjölin – hvað gerir Ólafur Ragnar“. Rakel Rut Heimisdóttir ræddi hvernig forseti Íslands ætti að bregðast við upplýsingum um aflandsreikninga forsetafrúarinnar og fjölskyldu hennar. Hún benti á að forsetinn hefði nýlega brugðist við í máli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar sem að sumu leyti væri líkt.
Lesa meira

Bólivísk fórnarathöfn

Edwin, Quechua Indíáni frá Bólivíu stýrði fórnar- og blessunarathöfn utandyra við skólann í morgun. Allir nemendur og starfsmenn tóku þátt og skipti hann hópnum eftir kynjum. Greining á reyk, lit og stefnu, var í forgrunni. Reykurinn sýndi mikla orku og gaf til kynna að stúlkur væru virkari en piltar. Hátíðin í morgun var lokapunktur í áfanganum MOME – Matur og menning. Þemað er matarmenning hér á Tröllaskaga og á Eyjafjarðarsvæðinu.
Lesa meira

Glæsileg árshátíð

Prúðbúnir nemendur fylltu Tjarnarborg á föstudagskvöldið og nutu veitinga, skemmtiatriða og samvista. Nemendur höfðu skreytt salinn fagurlega þannig að hátíðlegur bragur var yfir samkomunni. Veislustjórar voru Auðunn Blöndal og Steindi Jr. en skemmtiatriði voru að öðru leyti heimafengin. Maturinn var frá Bautanum og þótti góður.
Lesa meira

Framhaldsskólasamstarf

Menntamálaráðherra, Illugi Gunnarsson, átti þann 25. apríl fund með samstarfsnefnd framhaldsskóla á norðaustursvæði, sem í sitja skólameistarar framhaldsskólanna. Tilgangur fundarins var að fara yfir stöðu þeirra verkefna sem tilgreind eru í samstarfssamningi og skýrslu um framtíð framhaldsskólastarfs á svæðinu
Lesa meira

Nýsköpunarstyrkur

Menntaskólinn á Tröllaskaga hefur fengið Erasmus+ styrk til að efla og þróa færni í notkun upplýsingatækni í skólastarfi. Upphæðin er jafnvirði liðlega þriggja milljóna króna og á að duga fyrir ferð tugs starfsmanna á ráðstefnu í Rúmeníu í haust. Umsókn skólans fékk 78 stig af 100 mögulegum hjá óháðri úthlutunarnefnd Erasmusáætlunarinnar.
Lesa meira

Þyrluskíðun í útivist

Nemendur Lísebetar Hauksdóttur í útivist nutu fræðslu um fyrirtækið Viking Heliskiing Iceland og fóru í þyrluferð. Hópurinn fékk að vinna með snjóflóðaílur sem nemendur þekktu úr fyrra námi, snjóflóðabakpoka, snjóflóðastöng og skóflu. Starfsmennirnir skiptu okkur í hópa og svo var farið í leit að öðrum ílum á nærsvæðinu með leiðbeinendum frá fyrirtækinu.
Lesa meira

Hæfileikakeppni starfsbrauta

Nemendur starfsbrautar brugðu sér suður á Reykjanes fyrir helgina og tóku þátt í hinni árlegu Hæfileikakeppni starfsbrauta framhaldsskólanna, sem að þessu sinni fór fram í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Framlag starfsbrautarinnar var stuttmynd sem nemendur höfðu tekið upp, klippt og gert algjörlega eftir sínu höfði auk þess að vera að sjálfsögðu aðalsöguhetjurnar. Myndinni er ætlað að gefa sýn inn í hið fjölbreytta starf sem unnið er á starfsbrautinni og þótti takast vel þrátt fyrir knöpp tímamörk, en hvert atriði í keppninni mátti ekki taka meira en um þrjár mínútur.
Lesa meira