Almennt
25.10.2016
Frambjóðendur hafa verið duglegir að heimsækja skólann síðustu daga eins og gott er í aðdraganda kosninga. Þeir hafa verið áhugasamir um skólastarfið og jákvæðir í garð skólans. Hlustuðu og skoðuðu, settu sig inn í mál og spjölluðu við nemendur og starfsmenn.
Lesa meira
Almennt
21.10.2016
Nemendur starfsbrautar gerðu sér dagamun í vikunni og brugðu sér í menningarferð til Siglufjarðar. Á Siglufirði er blómlegt menningarlíf og margt að sjá. Til að fá smá nasasjón af því sem þar er í gangi var ákveðið að fara á nokkra staði þó stoppað væri stutt á hverjum þeirra.
Lesa meira
Almennt
19.10.2016
Fundur um forvarnir verður haldinn fyrir foreldra nemenda Grunnskóla Fjallabyggðar og Menntaskólans á Tröllaskaga nk. miðvikudag 19. október kl. 19.30 í Tjarnarborg, Ólafsfirði.
Framsöguerindi flytur fíkniefnateymi Lögreglunnar á Norðurlandi eystra.
Tökum höndum saman - fræðumst um forvarnir.
Grunnskóli Fjallabyggðar
Menntaskólinn á Tröllaskaga
Lesa meira
Almennt
19.10.2016
Hægt er að túlka tónlist á táknmáli og æfði nemendahópur sig á því í miðannarvikunni. Bæði er textinn túlkaður með táknum en látbragð er einnig notað til að koma til skila tilfinningum sem bundnar eru við tónlistina. Almennt fannst nemendum efni táknmálsáfangans fróðlegt og skemmtilegt.
Lesa meira
Almennt
17.10.2016
Smádýrasmiðja var eitt af námskeiðunum sem var boðið upp á miðannarvikunni. Fjallað var um gagn og tjón af smádýrum og bent á uppskriftir að mat úr skordýrum. Heimur smádýranna kynntur fyrir nemendum en síðan var þeim skipt í fjóra hópa sem unnu hver að sínum verkefnum.
Lesa meira
Almennt
14.10.2016
Nemendur í tónlistaráfanga miðannarviku héldu líflega uppskeruhátið á Kaffi Klöru í gærkvöldi. Þar fluttu þau ábreiður frá ýmsum tónlistarmönnum, þar á meðal Sam Smith, Pink og Jessie J. Nemendur útsettu lögin sem þau fluttu sjálf og stóðu sig vel í því að mati kennara. Lokalag kvöldsins fluttu þau með Katrínu og var það með frumsömdum texta sem fjallaði um skólann.
Lesa meira
Almennt
14.10.2016
Námið í áfanganum hófst á því að nemendur ræddu um heimsálfurnar og einstök lönd og tengdu nýlega atburði sem hafa verið í fréttum við staðina. Gömul merkileg mannvirki og dýralíf einstakra landsvæða bar einnig á góma og gerðu nemendur glærusýningar eða málverk til að túlka það sem þeir kynntu sér.
Lesa meira
Almennt
13.10.2016
Hvað á að gera ef maður kemur að slysi? Hvernig fer endurlífgun fram og hvernig á að veita sálrænan stuðning? Um þetta er fjallað í námsáfanga í skyndihjálp í miðannarvikunni. Námið er bæði bóklegt og verklegt hjá Hörpu Jónsdóttur frá Rauðakrossinum
Lesa meira
Almennt
11.10.2016
Fjölbreytt viðfangsefni einkenndu ferð átján nemenda, tveggja kennara og eins foreldris til Alicante á Spáni í síðustu viku. Dagskrá var þétt alla átta dagana. Nemendur greiddu ferðina sjálfir en söfnuðu einnig í ferðasjóð sem dugði fyrir ferðum með sporvögnum og strætisvögnum, nokkrum máltíðum og fleiru.
Lesa meira
Almennt
06.10.2016
Í Héðinsfirði vakti athygli nemenda hvernig Fjarðaráin hlykkjast á leið sinni í stöðuvatnið. Gil og gljúfur einkenna ung vatnsföll en með tímanum verða þau flatbotna og bugður einkenna gömul vatnsföll. Aðdráttarafl jarðar skýrir bugðurnar (hlykkina) á ánni, það togar til hægri og vatnið kastast síðan til baka og skellur á vinstribakkanum.
Lesa meira