Almennt
10.02.2016
Venju fremur gestkvæmt hefur verið í skólanum í tilefni dagsins. Nemendur og starfsmenn hafa notið söngs fjölda barna og þau hafa þegið sælgæti að launum. Flestum gestanna finnst dálítið fútt í því að komast í hljóðkerfi skólans og heyra sönginn hljóma í anddyrinu. Söngvar um sólina og skæru litina voru áberandi í dag enda snjór yfir öllu í Ólafsfirði. Lítið fréttist hins vegar af Bjarnastaðabeljunum og Gamla-Nóa sem oft hefur verið að góðu getið á öskudaginn.
Lesa meira
Almennt
10.02.2016
Þrír kennarar skólans, Inga, Jóna Vilhelmína og Lísebet kynna sér nýbreytni, kennsluhætti og skipulag í dönskum skólum í þessari viku. Þær hafa þegar skoðað Bröndby framhaldsskólann og fylgst með námi og kennslu í dönsku og íþróttum. Þarna eru um 230 nemendur. Þeir geta valið milli þriggja brauta og ljúka námi á þremur árum.
Lesa meira
Almennt
02.02.2016
Skólanum barst í morgun málverk, höfðingleg gjöf frá Kristni G. Jóhannssyni, sem lengi var skólastjóri Gagnfræðaskólans í Ólafsfirði. Kristinn hefur áður gefið Menntaskólanum listaverk, það fyrsta strax við stofnun. Samstals á skólinn tíu verk eftir Kristinn.
Lesa meira
Almennt
28.01.2016
Hvað vita starfsmenn og nemendur skólans um bóndadaginn? Fagna þeir þorra? Borða þeir þorramat? þetta könnuðu sex nemendur á starfsbraut með viðtölum sem þeir tóku upp og gerðu úr myndband. Það er metið til einkunnar í íslenskuáfanga sem fjallar meðal annars um þjóðtrú og ýmsa þjóðhætti. Nemendur höfðu mjög gaman af þessu verkefni og hafa óskað eftir að fá oftar að skila verkefnum í formi myndbanda.
Lesa meira
Almennt
27.01.2016
Meðal verklegra æfinga í áfanga um frumkvöðlafræði er að skipuleggja viðburði eða uppákomur sem lífga upp á skólabraginn. Stöllurnar Tanja Mihaela Muresan, Sólrún Anna Ingvarsdóttir, Ólöf Rún Ólafsdóttir og Lára Þorsteinsdóttir Roelfs notuðu nýju nemendaaðstöðuna og buðu þar upp á veitingar. Úr hollustudeildinni var niðurskorið grænmeti en þær buðu einnig upp á súkkulaði og heimabakað. Vakti uppátækið mikla lukku meðal samnemenda og veitingarnar runnu út.
Lesa meira
Almennt
25.01.2016
Nemendur við Menntaskólann á Tröllaskaga reyndu fyrir sér í ísklifri í vetrarfjallamennskuáföngunum ÚTIV2ÚS05 og ÚTIV3SV05. Aðstæður voru einstaklega góðar og menn voru brattir að láta sig vaða í ísilagðan klettinn. Hópurinn æfði sig í ísklifri og lærði að nota ísexi og brodda.
Lesa meira
Almennt
22.01.2016
Um þrjátíu nemendur í tíunda bekk Grunnskóla Dalvíkurbyggðar kynntu sér nám, námsframboð, húsakynni og aðstöðu menntaskólans í morgun. Inga, stærðfræðikennari sýndi það helsta en síðan hófst leikur. Gestirnir skiptu sér í hópa og kepptu þeir um að ná myndum af ýmsum persónum og fyrirbærum í skólanum.
Lesa meira
Almennt
21.01.2016
Veggi Menntaskólans á Tröllaskaga prýða mörg listaverk bæði eftir innlenda og erlenda listamenn og á skólinn orðið ágætt safn listaverka. Sumt hefur skólinn keypt á ferli sínum, annað hefur skólanum borist að gjöf frá velunnurum.
Lesa meira
Almennt
19.01.2016
Aðstaða nemenda í MTR hefur batnað mjög verulega eftir að þeir fengu til eigin nota stóra stofu sem áður var nýtt til kennslu og sem bókasafn skólans. Nemendur nýta aðstöðuna einkum í hádeginu og öðrum hléum. Þeir hafa raðað upp þægilegum húsgögnum og gert stofuna vistlega. Haukur Orri Kritjánsson, formaður nemendaráðs bindur vonir við að félagslíf nemenda eflist og dafni í nýju aðstöðunni.
Lesa meira
Almennt
15.01.2016
Andri Mar Flosason hefur gefið út ljóðabókina Einhverfa, tourette og þráhyggja. Andri er fæddur 1996 og hóf nám við skólann haustið 2012. Hann er sérlega jákvæður og duglegur nemandi. Hann er áhugasamur um íslenskt mál og ljóðlist og segist hafa byrjað að yrkja þegar hann var sjö ára.
Lesa meira