Fréttir

Dagur stærðfræðinnar

Dagur stærðfræðinnar er í dag og af því tilefni var Þorbjörg Ída Ívarsdóttir kennaranemi með kynningu á undraheimum margflötunganna. Þeir koma víða við sögu og er venjulegur fótbolti til dæmis gerður úr fimm- og sexhyrningum.
Lesa meira

Val fyrir haustönn 2023

Val fyrir haustönn 2023 er nú hafið hjá nemendum skólans. Umsjónarkennarar eru þessa vikuna að fara yfir námsferil með umsjónarnemendum sínum og velja áfanga fyrir næstu næstu önn.
Lesa meira

Líf og fjör á 8. mars

Það var líf og fjör í skólanum í dag á alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Við fengum Miriam Petru Ómasdóttur Awad í heimsókn en hún fræddi nemendur og kennara um stöðu kvenna af erlendum uppruna hér á landi. Þá var föndrað úr afgöngum og sköpuð verk í tilefni dagsins.
Lesa meira

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna

Á morgun er alþjóðlegur baráttudagur kvenna og af því tilefni verður fjölbreytt dagskrá í skólanum. Dagskráin hefst kl. 10:30 og gestir eru velkomnir í skólann að fylgjast með.
Lesa meira

Íslenska og margmiðlun í skapandi áfanga

Skapandi íslenskuáfangi með áherslu á efni fyrir börn er nú kenndur í fyrsta sinn í skólanum. Í áfanganum framleiða nemendur margmiðlunarefni sem inniheldur stuttar sögur, ævintýri og fræðsluefni á íslensku sem síðan verður gert aðgengilegt á Youtube krakkarás fyrir yngstu áhorfendurna.
Lesa meira

Litríkur öskudagur

Öskudagurinn var litríkur og skemmtilegur í skólanum og mörg voru í grímubúningum, bæði nemendur og starfsfólk. Þá var nemendafélagið með búningakeppni.
Lesa meira

Umhverfismál í öndvegi

Umhverfismál með tengingu við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna er viðfangsefni alþjóðlegs verkefnis sem hrint var af stað í vetur. Auk nemenda og kennara MTR taka skólar í Króatíu, Spáni og Portúgal þátt í verkefninu sem er styrkt af Erasmus+.
Lesa meira

Góðir gestir frá ME

Í gær kom 29 manna hópur starfsfólks Menntaskólans á Egilsstöðum til okkar í heimsókn. Skipulögð var þriggja tíma dagskrá þar sem starfsfólk og nemendur kynntu skólann fyrir gestunum en einnig gafst tími til að ræða málin.
Lesa meira

Gott skipulag fyrir afreksfólk í íþróttum

Í nemendahópi okkar í MTR hefur síðustu ár verið töluverður hópur afreksíþróttafólks sem æfir og keppir erlendis en stundar fjarnám jafnhliða íþróttunum. Einn þeirra er landsliðsmaðurinn Viktor Karl Einarsson sem í dag er leikmaður Breiðabliks en lék með AZ Alkmaar í Hollandi og IFK Varnamo í Svíþjóð meðan hann stundaði nám við skólanum.
Lesa meira

Listamaður mánaðarins

Listamaður mánaðarins í skólanum er Ástþór Árnason og eru sjö verk eftir hann til sýnis í Hrafnavogum, miðrými skólans. Listamaður mánaðarins er sýningarröð sem féll niður á meðan heimsfaraldurinn gekk yfir en er nú að komast af stað á ný.
Lesa meira