22.05.2014
Fræðslu og skemmtun var blandað saman í vorferðinni í gær. Fyrsta stopp var í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra FNV á Sauðárkróki. Góð aðstaða fyrir verknám og almennt huggulegt umhverfi í öllum skólanum vöktu athygli. Eftir góða máltíð hjá Skagfirðingum var ekið fyrir Skaga og naut hópurinn frábærs útsýnis eins og myndin úr Kálfshamarsvík ber með sér.
Lesa meira
20.05.2014
Vegna námsferðar starfsmanna er skólinn lokaður 21. maí.
Lesa meira
20.05.2014
Á Vorsýningu skólans flutti hópur nemenda á tónlistarbraut heimstónlist. Í myndbandinu sem fylgir fréttinni flytja þau I See Fire sem Ed Sheeran gerði frægt, írska þjóðlagið Wiskey in the Jar og brasilíska lagið Asabranca, (hvítur vængur). Í hópnum eru: Matthías Gunnarsson, Konráð Ægir Jónsson, Eyrún Brynja Valdimarsdóttir, Úlfar Alexander Úlfarsson, Þóra Regína Böðvarsdóttir og kennarinn Rodrigo J. Thomas (Guito).
Lesa meira
16.05.2014
Innritun í fjarnám og staðnám í skólanum fyrir haustönn 2014 stendur yfir á www.menntagatt.is
Lesa meira
16.05.2014
Sýning á verkum nemenda á vorönn verður opnuð klukkan 13:00 á morgun og verður opin til klukkan 16:00. Sýningin er venju fremur fjölbreytt, þar eru meðal annars verkefni úr ljósmyndun, myndlist, sálfræði og tónlist. Myndin með fréttinni er akrýlverk eftir Kristjönu R. Sveinsdóttur. Áskorun hennar var að mála svo stóra mynd af einum fegursta stað í Ólafsfirði. Allir eru hjartanlega velkomnir.
Lesa meira
15.05.2014
Kennslu í stjórnmálafræðiáfanganum FÉL2B lauk í dag með framboðsfundi þar sem fulltrúar listanna fjögurra í Fjallabyggð kynntu framboðin og sátu fyrir svörum. Atvinnumál og ríg milli bæjanna tveggja í Fjallabyggð bar hæst á fundinum. Nemendur spurðu fjölmargra spurninga og fengu við þeim svör. Athygli þeirra vakti að ekki virðist mikill munur á stefnumálum framboðanna.
Lesa meira
14.05.2014
Nemendur í ABC-skólahjálp afhentu samtökunum í dag afrakstur starfs síns á önninni við söfnun fyrir börn í Kitetika grunnskólanum í Úganda. Aðalbjörg Kristjánsdóttir, móðir Guðbjargar Hákonardóttur, starfsmanns ABC í Úganda veitti því sem safnaðist viðtöku fyrir hönd samtakanna.
Guðbjörg heimsótti skólann í janúar og hafði eldmóður hennar mikil áhrif á nemendur. Um fjögur þúsund börn eru í ABC skólum í Úganda.
Lesa meira
14.05.2014
Liðlega tuttugu manna hópur nemenda í Bluffton-háskóla í Ohio í Bandaríkjunum heimsótti skólann í morgun og kynnti sér skipulag náms og starfs hér. Gestirnir sýndu meðal annars áhuga á uppbyggingu námsins, hvernig nemendur nota tölvur og hve sjálfstæðir þeir eiga að vera í starfi. Bluffton býður meðal annars upp á nám í listgreinum, fjölmiðlafræði og menntavísindum.
Lesa meira
13.05.2014
Kennslu er rétt að ljúka á þessu vori og margir kennarar brjóta upp hefðbundið nám með óhefðbunum aðferðum eða efni. Nemendur í eðlisfræði gerðu verklega æfingu á bílastæðinu í morgun. Námsmarkmið var að fá tilfinningu fyrir fyrsta og öðru lögmáli Newtons. Námsgögn voru tveir bílar og reiðhjól. Myndin sýnir fjóra nemendur draga kennarann, Óliver Hilmarsson, á hjólinu.
Lesa meira
12.05.2014
Vorfiðringur er viðfangsefnið í bráðsmellnu myndbandi sem nokkrir nemendur gerðu og sýndu á árshátíð sinni. Höfundar spottans eru Grétar Áki, Hákon, Heimir, Ívar og Örn Elí. Heimir á heiðurinn af tónlistinni. Jón Árni og Konni Gotta veittu aðstoð við textagerðina. Njótið ....(
Lesa meira