Virkir listamenn

Mynd SMH
Mynd SMH

Þrír kennarar skólans taka þátt í listsýningum þessa dagana. Bergþór Morthens og Sigurður Mar Halldórsson taka þátt í samsýningu norðlenskra listamanna sem opnuð var formlega í Listasafninu á Akureyri um síðustu helgi. Samtals valdi dómnefnd verk 30 myndlistarmanna á sýninguna.

Á laugardaginn kemur opnar svo Karólína Baldvinsdóttir ásamt Jonnu/Jónborgu Sigurðardóttur sjónlistasýningu í Mjólkurbúðinni í Listagilinu sem ber titilinn Auga fyrir Auga. Verkin voru unnin á undanförnum mánuðum og er augað viðfangsefni sýningarinnar. Karólína og Jonna eru báðar blindar á öðru auga og er það innblástur verkanna.