Vinnudagur kennara

Gönguskíðanámskeið mynd HF
Gönguskíðanámskeið mynd HF

Talsvert var um hópvinnu á sérstökum vinnudegi s.l. föstudag. Starfsmenn skoðuðu til dæmis ítarlega niðurstöður kannana á líðan nemenda og viðhorfum þeirra til skólans. Sex hópar fjölluðu um þetta efni og skil voru bæði á skriflegu og munnlegu formi. Frábært, jákvætt og uppleið voru meðal orða sem upp komu í munnlegum skilum. Einnig var fjallað um verkefnið „kennarinn á krossgötum“, um sjálfsmat, ytra mat á skólastarfinu og farið yfir stöðu varðandi jafnréttisáætlun og fleiri slík stefnuplögg, enda mikilvægt að skólinn hafi skýra stefnu og framtíðarsýn. Formlegri dagskrá lauk með verklegri tilsögn Lísu í skíðagöngu og er síst ofmælt að almenn gleði var með þann dagskrárlið. Myndir