Vinnudagar í MTR

Mynd SMH
Mynd SMH

Í dag og á morgun eru svonefndir vinnudagar í Menntaskólanum á Tröllaskaga. Þá hittast allir kennarar skólans og ræða um kennsluna og stefnu skólans í ýmsum málum. Þá eru ýmis fræðsluerindi á vinnudögum og að þessu sinni ræðir Ingibjörg Þórðardóttir við starfsfólk um ofbeldi og kynferðisofbeldi með það að markmiði að fólk þekki einkenni ofbeldis og hvernig það getur birst í skólastarfinu. Einnig er rætt um endurmenntun þá sem kennarar hafa stundað í sumar. Í ljós kom að mörg þeirra höfðu hugað að eigin heilsu og vellíðan og safnað kröftum eftir erfiðar annir í heimsfaraldri. Í ljós kom að þrátt fyrir að skólastarfið hafi gengið nokkuð vel í MTR í faraldrinum hefur þessi nýja staða tekið á kennara og starfsfólk. Á komandi önn verður hugað sérstaklega að vellíðan kennara og verður fagfundum kennara varið í það starf.

Á myndinni eru Margrét Laxdal, Brigitta Sigurðardóttir, Björk Pálmadóttir, Inga Eiríksdóttir og Guðrún Þorvaldsdóttir. Björk er í nærveru í miðjunni og sr. Bjarni Þorsteinsson fylgist glöggt með á málverki eftir Bergþór Morthens