Viðbygging MTR vígð

Iðnaðarmenn mynd GK
Iðnaðarmenn mynd GK

Hátíðleg athöfn verður í skólanum á föstudag þegar tekin verður formlega í notkun ný bygging við skólann. Framkvæmdir hafa staðið í eitt ár og eru iðnaðar- og verkamenn að leggja síðustu hönd á fráganginn. Aðstaða nemenda mun batna mjög með tilkomu stækkunarinnar. Þar verður mötuneyti og ýmis aðstaða fyrir félagslíf nemenda og sýningar.

Kristján Þór Júlíusson mennta- og menningarmálaráðherra flytur ávarp við vígsluna. Einnig Steinunn María Sveinsdóttir, formaður bæjarráðs í Fjallabyggð og Lára Stefánsdóttir, skólameistari. Bæjarstjórinn, Gunnar Ingi Birgisson býður gesti velkomna en Kristinn G. Jóhannsson listmálari og fyrrverandi skólastjóri Gagnfræðaskóla Ólafsfjarðar og Kristján Þór opna húsið formlega. Allir íbúar Fjallabyggðar eru hjartanlega velkomnir til athafnarinnar, sem hefst klukkan sextán.