VG-þingmenn í heimsókn

Þingflokkur VG mynd GK
Þingflokkur VG mynd GK

Alþingismenn nota kjördæmavikuna til að heimsækja fyrirtæki og stofnanir, kynna sig og kynnast fólki og starfsemi vítt um land. Nokkrir þingmenn Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs heimsóttu skólann í morgun. Lára skólameistari tók á móti þeim og greindi frá hugmyndafræðinni sem skólastarfið byggist á og útskýrði sérstöðu skólans. Kolbeinn Óttarsson Proppé segir að heimsóknin hafi bæði verið mjög upplýsandi og skemmtileg. Hópurinn hafi skoðað skólann, hitt nemendur og meira að segja fengið að grípa í hljóðfæri í tónlistarstofunni. Það hafi verið létt yfir nemendum og augljóst að þeim líði vel í skólanum. VG-hópurinn hefði gjarnan viljað hafa meiri tíma í en dagskrá heimsóknarinnar á Eyjafjarðarsvæðinu hefur verið þétt í því skyni að allir komist heim áður en óveður skellur á.