Veðurhamur og viðbrögð

Snjófugl. Mynd: Lára Stefánsdóttir
Snjófugl. Mynd: Lára Stefánsdóttir

Nemendur eru beðnir um að meta aðstæður áður en þeir leggja af stað í skóla og hafa samráð við forráðamenn séu þeir undir lögaldri. Skólaakstur frá Dalvík og Siglufirði er ákvarðaður af bifreiðastjórum sem sem bera ábyrgð á akstrinum. Strætó frá Akureyri tekur sínar ákvarðanir. Aki þeir ekki er það tilkynnt á síðu skólans þegar við fáum þær fregnir. Sé talið að veður hamli för eða sé áhættusamt, en skólabifreiðar og Strætó keyra, eru nemendur beðnir að tilkynna það á skrifstofu skólans. Nemendur stunda námið heima þá daga sem ferðaveður er ekki og hafa samband við kennara í Moodle, eða með öðrum hefðbundnum samskiptaaðferðum, gerist þess þörf. Engum skilafrestum er breytt.