Vatnasport í Ólafsfirði

Brettasigling mynd Lísebet
Brettasigling mynd Lísebet

Nemendur á starfsbraut og fleiri brautum nýttu góða veðrið í gær og reyndu sig í kæjakróðri og réru á standbretti á Ólafsfjarðarvatni. Nám um sogæðakerfi og öndun auk hugarstjórnunar var kjarni fræðslunnar, segir Lísebet Hauksdóttir, íþróttakennari. Eins og myndirnar sýna nutu nemendur þessa lýðheilsutíma sérlega vel. Meðal þess sem þau spreyttu sig á var að stökkva í vatnið af brúnni yfir Ósinn. Vatnið var aðeins um fimm gráðu heitt en menn létu það ekki á sig fá og hlýjuðu sér í heitum potti á eftir. Myndir