Vandræðaskáld í hádeginu

Vandræðaskáld mynd GK
Vandræðaskáld mynd GK

Einn af viðburðum ljóðahátíðarinnar Haustglæður fór fram í Hrafnavogum í hádeginu. Vandræðaskáldin sungu og skemmtu heimamönnum í skólanum og gestum. Tvímenningarnir gerðu grín að sjálfum sér og öðrum. Líka samgöngumannvirkjum, svo sem brúm yfir „ekkert“ og ýmsu fleiru sem of langt yrði upp að telja. Ljóðasetrið á Siglufirði og Ungmennafélagið Glói standa fyrir ljóðahátíðinni Haustglæðum og rekur hver atburðurinn þessa dagana.