Valvika - vorönn 2021

Þriðjudaginn 20. október hefst valvika fyrir vorönn 2021. Þá velja allir nemendur skólans sér áfanga fyrir komandi önn. Áfangaframboð má finna á vef skólans þar sem jafnframt eru áfangalýsingar. Auglýsingar frá kennurum vegna áfanga má sjá á Padlet-vegg. Nemendur eru beðnir að hafa samband við umsjónarkennara sína vegna valsins. Mikilvægt er að velja í valvikunni til að tryggja sér pláss í áföngum. Opnað verður fyrir innritun nýrra nemenda 1. nóvember.