Útskrift

Í dag voru útskrifaðir alls 8 stúdentar frá Menntaskólanum á Tröllaskaga í 7. útskrift skólans. Jóna Vilhelmína Héðinsdóttir aðstoðarskólameistari fór yfir starfið á haustönninni og fylgir hennar ræða hér með. Lára Stefánsdóttir skólameistari gerði að umtalsefni mikilvægi þess að byggja upp nám og námsmat jafnt allan námstímann, haldi nemendur því vinnulagi áfram muni þeim sækjast háskólanám vel sem og önnur störf.

Í dag voru útskrifaðir alls 8 stúdentar frá Menntaskólanum á Tröllaskaga í 7. útskrift skólans. Jóna Vilhelmína Héðinsdóttir aðstoðarskólameistari fór yfir starfið á haustönninni og fylgir hennar ræða hér með. Lára Stefánsdóttir skólameistari gerði að umtalsefni mikilvægi þess að byggja upp nám og námsmat jafnt allan námstímann, haldi nemendur því vinnulagi áfram muni þeim sækjast háskólanám vel sem og önnur störf. Mikilvægasta námið fyrir nemendur væri að læra að læra, alltaf yrði við eitthvað nýtt að fást í lífinu. Hún ræddi námstíma til stúdentsprófs, frumkvöðlanám og fleira. Sagði hún að skólinn myndi sakna útskriftarnemanna sem hefðu auðgað skólastarfið og vonaðist til að þau héldu góðu sambandi við skólann í framtíðinni.

Birgir Egilsson hélt ræðu nýstúdents, hann þakkaði skólanum, samnemendum og starfsfólki fyrir góðan tíma og hrósaði náms- og kennslufyrirkomulagi sem hann sagði henta nemendum mjög vel.