Upphaf skólaárs

Áramót í Ólafsfirði. Mynd: Lára Stefánsdóttir.
Áramót í Ólafsfirði. Mynd: Lára Stefánsdóttir.

Staðnemar mæta í fjarnám mánudaginn 4. janúar en staðnám frá og með 5. janúar. Nemendur þurfa að panta mat í mötuneyti fyrirfram. Nemendur þurfa að mestu að vera með grímur þegar ekki næst 2ja metra bil í stofum. Grímur verða í skólanum. Reglugerð um smitvarnir:

Skólastarf á framhaldsskólastigi, í lýðskóla, ungmennahúsum og framhaldsfræðslu er heimilt að því tilskildu að nemendur og starfs­fólk geti haft minnst 2 metra fjarlægð sín á milli og fjöldi nemenda og starfs­manna fari aldrei yfir 30 í hverju rými. Tryggja skal góða loftræstingu í rýmum og lofta út milli hópa. Sé ekki unnt að halda 2 metra fjarlægð skulu nemendur og starfsmenn nota andlits­grímur.

Í sameiginlegum rýmum skóla, svo sem við innganga, í anddyri, á salerni og göngum, er heimilt að víkja frá fjöldatakmörkun að því gefnu að notaðar séu andlitsgrímur.

Blöndun nemenda milli hópa er heimil í kennslu. Aðrir viðburðir sem ekki teljast til kennslu eða náms skulu ekki fara fram í skólabyggingum. Takmarka skal gestakomur í skólabyggingar.

Sameiginlegir snertifletir í kennslustofum skulu sótthreinsaðir eftir hverja við­veru nemenda­hópa. Jafnframt skal sótthreinsa sameiginlegan búnað og snertifleti a.m.k. einu sinni á dag og leggja áherslu á einstaklingsbundnar sóttvarnir.

Farið verður yfir skipulag með nemendum og þeim gefst kostur á að koma með útfærsluleiðir á staðnáminu sjái þeir betri leiðir en upp eru settar.