UNICEF þakkar afrakstur vatnsverkefnis

Hópmynd GK
Hópmynd GK

Helga Ólafsdóttir, verkefnisstýra UNICEF, þakkaði MTR-nemum í Comeniusarverkefni fyrir þeirra framlag í skype-samtali í tíma í dag. Féð sem safnaðist hér dugar til að kaupa og setja upp sex vatnsdælur við brunna á svæðum þar sem skortur á hreinu vatni. Einnig verður nokkurri upphæð varið til að kaupa vatnshreinstöflur.

Helga Ólafsdóttir, verkefnisstýra UNICEF, þakkaði MTR-nemum í Comeniusarverkefni fyrir þeirra framlag í skype-samtali í tíma í dag. Féð sem safnaðist hér dugar til að kaupa og setja upp sex vatnsdælur við brunna á svæðum þar sem skortur á hreinu vatni. Einnig verður nokkurri upphæð varið til að kaupa vatnshreinstöflur.

Vatnsdælurnar eru einföld lausn á mörgum vandamálum og gagnast konum sérstaklega því víða er það þeirra verk að sækja vatn – oft um langan veg – og bera heim. Vatnsdælur stuðla að varanlegum úrbótum í heilbrigðismálum í samfélögum. Hjá Helgu kom fram að vatsdælugjöfin væri langstærsta gjöf af því tagi sem samtökin hafa fengið á þessu ári. Vatnshreinsitöflur eru hins vegar notaðar í neyðarástandi, til dæmis á Kyrrahafseyjunum Vanatú þar sem fellibylur olli mikilli eyðileggingu nýlega. Meðal annars spilltust brunnar og fólk neyddist til að drekka sjó.

Þátttakendur í Cominíusarverkefninu voru frá skólum á Spánni, Ítalíu og Þýskalandi, auk MTR. Nemendur gerðu í sameiningu dagatöl sem seld voru í löndunum fjórum og var fyrirfram ákveðið að fé sem fengist fyrir þau yrði notað til vatnsöflunar á svæðum þar sem skortur á hreinu vatni er tilfinnanlegur. Þema Comeniusarverkefnisins var vatn og á myndunum á dagatalinu var vatn. Forsíðumyndina tók Hrönn Helgadóttir, nemandi MTR.