Ungir gestir

Nemendur Grunnskóla Fjallabyggðar mynd GK
Nemendur Grunnskóla Fjallabyggðar mynd GK

Tuttugu glaðlegir krakkar úr tíuunda bekk Grunnskóla Fjallabyggðar heimsóttu MTR í gær ásamt tveimur stafsmönnum skólans. Tilgangurinn var að kynna sér námsframboð og aðstæður í skólanum en sumir úr hópnum hafa tekið einstaka áfanga í MTR í vetur og þekkja þegar eitthvað til skólastarfsins. Með þessum hætti geta krakkar flýtt fyrir sér í námi auk þess kynnast nýju skólastigi í áföngum. Sigríður Ásta Hauksdóttir, náms- og starfsráðgjafi sem tók á móti hópnum segir að krakkarnir hafi verið áhugasamir um skólann og frekara nám. Þau fengu að prófa sýndarveruleikatækin í MTR og var í lok heimsóknar boðið í mat í Hrafnavogum.