Umhverfismál og stafræn smiðja

Edward, Guðríður, Rósa, Dóróþea og Unnur. Mynd GK
Edward, Guðríður, Rósa, Dóróþea og Unnur. Mynd GK

Skólanefnd MTR ræddi á fundi sínum í dag um sérstök markmið í skólastarfinu sem tengjast heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og markmiðum ríkisstjórnarinnar. Þrettánda markmið SÞ er að menntun verði aukin til að vekja vitund um hvernig fólk og stofnanir geta haft áhrif og brugðist við loftslagsbreytingum. MTR ætlar að efla vitund nemenda og starsfólks um umhverfismál og ná markmiðum grænfánaverkefnis Landverndar og grænna skrefa í ríkisrekstri. Skólinn ætlar að hafa virkt umhverfisráð, bjóða a.m.k. tíu áfanga þar sem fjallað er um umhverfismál og skipuleggja viðburði í samfélaginu sem tengjast málaflokknum. Stafrænni smiðju er ætlað að efla skapandi hugsun í námi í samstarfi við nærsamfélagið. Hugmyndin er að bæði grunnskólanemar og íbúar hafi aðgang að smiðjunum auk nemenda skólans. Þetta markmið tengist bæði markmiðum ríkisstjórnarinnar og heimsmarkmiðum SÞ.  

Á fundinum kom fram að á vorönn býður skólinn upp á leiklistaráfanga í samstarfi við Leikfélag Fjallabyggðar, nemendur munu taka þátt í uppfærslu félagsins. Þá sögðu starfsmenn frá vel heppnuðum fræðsludegi norðlenskra framhaldsskólakennara sem skólinn hélt fyrr í haust. Greint var frá góðri aðsókn að skólanum, færri fá skólavist á vorönninni en sóttu um. Þá var greint frá því að undirbúningur þess að skólinn fái jafnlaunavottun stendur nú sem hæst.

Á fundinum voru Edward H. Huijbens, formaður, í fjarverunni Evu, Rósa Jónsdóttir, Dóróþea Guðrún Reimarsóttir, Guðríður Harpa Elmarsdóttir, áheyrnarfulltrúi nemenda, Unnur Hafstað Ármannsdóttir áhreyrnarfulltrúi kennara, Lára Stefánsdóttir skólmeistari og Jóna Vilhelmína Héðinsdóttir, aðstoðarskólameistari.