Tjáning án orða

Í einum áfanga miðannarvikunnar einbeitir hópurinn sér að því að skoða og skilgreina líkamstjáningu, öll skilaboðin sem við gefum, án orða, sum viljandi en önnur án þess að við vitum af. Gert verður myndband um samskipti af þessu tagi. Vinnuheitið er „Hundrað leiðir til að tjá sig“.

Alkistis Terzi, kvikmyndatökumaður og leikstjóri er leiðbeinandi í áfanganum. Hún segir áskorunina felast í því að losa sig við allar málalengingar og bull hversdagsins og nota aðeins líkamsmál til að tjá þarfir og tilfinningar. Hver nemandi á að sýna fimm mismunandi leiðir sem hann notar til tjáningar með líkama eða svipbrigðum. Hver tjáning verður aðeins notuð einu sinnni í myndbandinu þannig að nokkuð reynir á frumleika í hugsun. Auk þess þurfa nemendur að gera sér grein fyrir áhrifum mismunandi fjarlægða og hraða sem notað er til að auka áhrif lifandi myndefnis. Myndir