Taktu stjórnina - miðannaráfangi

Sólveig Helgadóttir mynd GK
Sólveig Helgadóttir mynd GK

Til eru aðferðir við að bæta líf sitt með skipulegum hætti. Nemendur í þessum áfanga hafa þjálfað samskipti, sjálfsaga, slökun og fleira sem gagnast við að ná betri tökum á námi og setja sér markmið fyrir framtíðina. Nemendur lærðu að hrósa og taka við hrósi frá öðrum, um styrkleika, fyrirmyndir, þakklæti og hamingju. Markmiðið er að kynnast sjálfum sér betur, bæta samskipti, auka sjálfstraust og draga úr kvíða. Nemendum finnst áfanginn áhugaverður og gagnlegur. Kennari er Sólveig Helgadóttir, ACC markþjálfi, sem hefur sérhæft sig í að leiðbeina ungu fólki. Vegna faraldursins fór nám í miðannaráföngunum þremur fram á jafn mörgum stöðum. Sólveig og nemendur hennar hafa haft bækistöð í Sandhóli, húsi Rauða krossins í Ólafsfirði.