Sýndarveruleiki í MTR

Vive mynd GK
Vive mynd GK

Nýtt tæki sem skólinn keypti í haust veitir nemendum og starfsmönnum færi á að upplifa áður ókunnar víddir og möguleika í sýndarveruleika. Nemendur í áfanganum Vélmennafræði FORR1VF05 og kennarar skólans kynntu sér nýja tækið sem heitir HTC Vive og tækifæri sem það veitir í gær. Strax varð ljóst að tæknin mun nýtast vel í námi í líffræði og lífeðlisfræði. Hægt er að skoða stoðkerfi líkamans innan frá og tengsl einstakra líffæra. Meðal þess sem prófað var í gær var að skoða innan í getnaðarlim. Í ljós kom að hann er settur saman úr fjölmörgum hlutum og er flóknara líffæri en margir halda. Einnig kom í ljós að tækið veitir möguleika á að skoða söfn og byggingar víða um heim sem meðal annars getur nýst í listnámi ásamt aðgangi að teikniforritum. Þá er hægt að skoða landslag, ferðast um fjöll og dali, til dæmis til undirbúnings verkefnum í útivist svo sem klifri og skíðaíþróttum, svo nokkuð sé nefnt.